Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2022 22:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali við Stöð 2 framan við höfuðstöðvar félagsins á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að kaupa Boeing 737 Max-þoturnar var miðað við að síðar þyrfti að kaupa stærri og langdrægari þotur til að sinna fjarlægari áfangastöðum samhliða því sem Boeing 757 fækkaði í flotanum. Max-vélunum var ætlað að þjóna áfangastöðum félagsins í Evrópu en einnig þeim á austurströnd Bandaríkjanna sem næstir eru Íslandi. Reyndin hefur orðið sú að þær drífa mun lengra, meðal annars til Orlando og Seattle. Fjórtán Boeing 737 Max-þotur verða í flota Icelandair í sumar, einni fleiri en 757-þotur, sem fækkar niður í þrettán í farþegafluginu.KMU Icelandair hefur núna ákveðið að fá tvær Max-vélar til viðbótar fyrir sumarið. Þrýstingur á nýja tegund hefur minnkað. „Hún er bara hagkvæmari hvað varðar eldsneytisnotkun, notar minna eldsneyti heldur en gert var ráð fyrir. Það þýðir að hún getur þá flogið lengra,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Alls verða fjórtán Max-vélar í flota Icelandair næsta sumar. Það þýðir að Maxarnir verða fleiri en 757-vélarnar, sem verið hafa burðarklár félagsins í þrjátíu ár. En núna styttist í að þær hverfi úr þjónustu félagsins en sautján ár eru frá því Boeing hætti framleiðslu 757. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið gerir ráð fyrir að hætta rekstri þeirra eftir fjögur ár.Sigurjón Ólason. „Við höfum verið að taka þær smám saman út úr flotanum og fækka þeim. Við vorum með, held ég, mest um tuttuguogfimm 757-vélar í farþegaleiðakerfinu og verðum með þrettán núna í sumar. Og reiknum með að svona árið 2026 fari síðustu sjö-fimmurnar að fara út úr flotanum okkar.“ Auk 737 og 757 rekur félagið breiðþotur af gerðinni Boeing 767, sem taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Max átta þoturnar. 767-breiðþoturnar segir Bogi auk þess henta vel í fraktflugi. Boeing 767-breiðþotur eru stærstu vélarnar í þjónustu Icelandair, taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Boeing 737 Max-8.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með mjög heppilegan flota fyrir leiðakerfið og höfum nokkra valmöguleika til framtíðar, sem er mjög mikilvægt þegar við förum að - hvað eigum við að segja – etja framleiðendum og fjármögnunaraðilum saman.“ Bogi gerir ráð fyrir að á síðari hluta þessa áratugar þurfi að taka inn nýjar vélar til að leysa 757-vélarnar endanlega af hólmi. Félagið sé enn spennt fyrir Airbus þotum af 320 línunni, þá einkum A321 LR. Einnig séu breiðþotur til skoðunar, þar á meðal Boeing 787 Dreamliner. Tölvugerð mynd af Boeing 787 Dreamliner í litum Icelandair.Boeing „Síðan eru 787-breiðþotur líka, sem koma til greina, og henta mjög vel til dæmis fyrir cargo-flutninga með farþegaflutningunum – bara kemur vel út í okkar módelum – og eitthvað sem er þá valkostur við hliðina á – hvað eigum við að segja - Airbus-fjölskyldunni til lengri tíma hjá okkur,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að kaupa Boeing 737 Max-þoturnar var miðað við að síðar þyrfti að kaupa stærri og langdrægari þotur til að sinna fjarlægari áfangastöðum samhliða því sem Boeing 757 fækkaði í flotanum. Max-vélunum var ætlað að þjóna áfangastöðum félagsins í Evrópu en einnig þeim á austurströnd Bandaríkjanna sem næstir eru Íslandi. Reyndin hefur orðið sú að þær drífa mun lengra, meðal annars til Orlando og Seattle. Fjórtán Boeing 737 Max-þotur verða í flota Icelandair í sumar, einni fleiri en 757-þotur, sem fækkar niður í þrettán í farþegafluginu.KMU Icelandair hefur núna ákveðið að fá tvær Max-vélar til viðbótar fyrir sumarið. Þrýstingur á nýja tegund hefur minnkað. „Hún er bara hagkvæmari hvað varðar eldsneytisnotkun, notar minna eldsneyti heldur en gert var ráð fyrir. Það þýðir að hún getur þá flogið lengra,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Alls verða fjórtán Max-vélar í flota Icelandair næsta sumar. Það þýðir að Maxarnir verða fleiri en 757-vélarnar, sem verið hafa burðarklár félagsins í þrjátíu ár. En núna styttist í að þær hverfi úr þjónustu félagsins en sautján ár eru frá því Boeing hætti framleiðslu 757. Boeing 757 við viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið gerir ráð fyrir að hætta rekstri þeirra eftir fjögur ár.Sigurjón Ólason. „Við höfum verið að taka þær smám saman út úr flotanum og fækka þeim. Við vorum með, held ég, mest um tuttuguogfimm 757-vélar í farþegaleiðakerfinu og verðum með þrettán núna í sumar. Og reiknum með að svona árið 2026 fari síðustu sjö-fimmurnar að fara út úr flotanum okkar.“ Auk 737 og 757 rekur félagið breiðþotur af gerðinni Boeing 767, sem taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Max átta þoturnar. 767-breiðþoturnar segir Bogi auk þess henta vel í fraktflugi. Boeing 767-breiðþotur eru stærstu vélarnar í þjónustu Icelandair, taka um 260 farþega, eitthundrað fleiri en Boeing 737 Max-8.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með mjög heppilegan flota fyrir leiðakerfið og höfum nokkra valmöguleika til framtíðar, sem er mjög mikilvægt þegar við förum að - hvað eigum við að segja – etja framleiðendum og fjármögnunaraðilum saman.“ Bogi gerir ráð fyrir að á síðari hluta þessa áratugar þurfi að taka inn nýjar vélar til að leysa 757-vélarnar endanlega af hólmi. Félagið sé enn spennt fyrir Airbus þotum af 320 línunni, þá einkum A321 LR. Einnig séu breiðþotur til skoðunar, þar á meðal Boeing 787 Dreamliner. Tölvugerð mynd af Boeing 787 Dreamliner í litum Icelandair.Boeing „Síðan eru 787-breiðþotur líka, sem koma til greina, og henta mjög vel til dæmis fyrir cargo-flutninga með farþegaflutningunum – bara kemur vel út í okkar módelum – og eitthvað sem er þá valkostur við hliðina á – hvað eigum við að segja - Airbus-fjölskyldunni til lengri tíma hjá okkur,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Boeing Airbus Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12 Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33 Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. 18. janúar 2022 19:12
Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. 26. maí 2021 22:33
Boeing Max tekst á loft í fyrsta innanlandsfluginu Óvenju stór flugvél sinnti innanlandsfluginu nú síðdegis, 160 sæta þota af gerðinni Boeing 737 MAX. Þotan var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir Bombardier Q400 vél, sem er í viðhaldi, en einnig til að létta á álagi vegna hvítasunnuhelgarinnar. 21. maí 2021 22:44
Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26. maí 2011 10:54