Heimamenn fylla skarðið sem risinn skildi eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2022 14:10 Húsvíkingar og nærsveitungar verða ekki lengi án byggingarvöruverslunar. Vísir/Vilhelm Heimamenn á Húsavík láta ekki deigan síga þótt búið sé að loka einu byggingarvöruverslun bæjarins. Verktakar á svæðinu hafa tekið höndum saman og munu þeir opna nýja byggingarvöruverslun í bænum í næsta mánuði. Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“ Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Tilkynnt var í október að Húsasmiðjan ætlaði sér að loka útibúum fyrirtækisins á Húsavík og Dalvík, við litla hrifningu heimamanna. Verslun Húsasmiðjunnar á Húsavík var lokað um áramótin en nú er verið að reisa nýja og stærri verslun fyrirtækisins á Akureyri, þar sem ætlunin er að þjónusta Norðurland. Byggingarverktakar á Húsavík og nágrenni telja sig þó ekki geta verið án byggingarvöruverslunar á svæðinu, og því hafa nokkrir þeirra tekið saman um rekstur nýrrar byggingarvöruverslunar sem mun bera nafnið Heimamenn. „Menn bara geta ekki verið án þess,“ segir Brynjar T. Baldursson, sem er framkvæmdastjóri Heimamanna. Segir hann að mikilvægt að hægt sé að nálgast þessa helstu hluti sem hægt er að fá í slíkum verslunum í heimabyggð. „Oft vantar bara einhverja hluti núna og þá er gott að geta gengið að því. Það skiptir miklu,“ segir hann. Reyndu að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta Nefnir hann að mikil uppbygging sé í gangi á svæðinu, til að mynda nýtt sextíu rýma hjúkrunarheimili, fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri, auk þess sem að fyrirhuguð sé töluverð uppbygging á iðnaðarsvæðinu við Bakka. Heimamenn reyndu ýmislegt til að fá Húsasmiðjuna til að hætta við að hætta, en allt kom fyrir ekki. „Það mætti gríðarlegu mótlæti. Það var allt reynt. Það var mikið fundað með þeim og eins með Byko en það virtist enginn vilji að halda þessu úti,“ segir Brynjar Brynjar T. Baldursson, framkvæmdastjóri Heimamanna. Á boðstólnum verða hefðbundnar byggingarvörur en Brynjar segir að nú þegar sé búið að ganga frá samningum við helstu birgja. Þá eru Heimamenn ekki að finna upp hjólið, en verslunin verður staðsett þar sem Húsasmiðjan var áður, að Vallholtsvegi 8. „Kannski heldur minna í sniðum, allavega í byrjun. Að vera með þessar grunnvörur til bygginga. Málningu, skrúfur, festingavörur og pípulagnaefni,“ segir Brynjar. Reikna með að opna í næsta mánuði Hann segir að verktakarnir sem standi að þessu renni svolítið blint í sjóinn, en þeir telji mikilvægt að hægt sé að versla byggingarvörur í heimabyggð. „Auðvitað er þetta brekka og menn fara svolítið blint af stað í þetta. Menn þurfa að leggja út býsn af peningum, það er þannig.“ Reiknað er með að reksturinn hefjist í næsta mánuði, sem fyrr segir í því húsnæði sem Húsasmiðjan var áður með. „Þeir afhenda að vísu ekki húsið fyrr en núna um mánaðarmótin. Þá fáum við þetta afhent og þá er ekkert annað að gera en að fara að rusla upp.“
Neytendur Norðurþing Byggingariðnaður Verslun Tengdar fréttir Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Húsasmiðjunni lokað á Dalvík og Húsavík Verslunum Húsasmiðjunnar á Dalvík og Húsavík verður lokað um næstu áramót. Starfsmönnum fyrirtækisins í bæjunum verður boðið að vinna í nýrri verslun á Akureyri sem opna á á Freyjunesi á næsta ári. 21. október 2021 19:22