Í gær kom nefnilega í ljós að Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson eru einnig smitaðir.
Aron og Bjarki eru herbergisfélagar og eru komnir í einangrun. Þeir féllu á hraðprófi í morgun og eru með einkenni. Þeir fóru svo í PCR-próf áðan til að fá endanlega staðfestingu á smitinu. Hún ætti að berast fyrir leik Íslands og Danmerkur í kvöld.
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, tjáði Vísi í morgun að ekki væri búið að hóa í nýja leikmenn en það væri í skoðun.
Samkvæmt reglum mótsins þurfa smitaðir leikmenn að vera í einangrun í fimm daga og skila neikvæðu PCR-prófi tvo daga í röð.