Hnignun Reykjavíkur Gunnar Smári Egilsson skrifar 19. janúar 2022 17:00 Þótt meirihlutinn í Reykjavík hafi fallið í öllum kosningum frá 2010 þá hefur hann samt haldið áfram, bætt við sig nýjum flokkum eftir hverjar kosningar. Það má því segja að valdatími núverandi meirihluta nái aftur til maí 2010. Og allan þennan tíma hefur geisað húsnæðiskreppa, líklega sú alvarlegasta síðan í seinna stríði. Og þessi húsnæðiskreppa er naga að borgina að innan. Aðgerðarleysi meirihlutans gagnvart húsnæðiseklunni er að brjóta niður samfélagið og er helstan ástæðan fyrir hnignun Reykjavíkur. Einkenni húsnæðiskreppunnar eru fjölgun fólks sem býr í ósamþykktu húsnæði, fjölgun heimilislausra, hækkun fasteignaverðs, fækkun þeirra sem geta keypt sér húsnæði, hækkun leiguverðs og aukin fátækt fólks á leigumarkaði. Einkenni húsnæðiskreppu Engar kannanir eru til um fjölda Reykvíkinga sem býr í iðnaðarhverfum eða öðru ósamþykktu húsnæði. Vandinn er kunnur en áhugi borgaryfirvalda á að afla upplýsinga um um stöðu fólks í ósamþykktu húsnæði er lítill, ef nokkur. Miðað við hlutfall íbúa í Reykjavík má ætla að um 2500 borgarbúa búi í svokölluðum óleyfisíbúðum, samkvæmt úttekt verkalýðshreyfingarinnar. Til samanburðar er talið að um 2300 manns hafi búið í braggahverfum Reykjavíkur þegar mest var á eftirstríðsárunum. Í rannsókn frá 2012 voru heimilislausir í Reykjavík taldir 179. Samkvæmt fréttum byggðum á upplýsingum velferðarsviðs borgarinnar voru heimilislausir 300 í fyrra. Heimilislausum hefur því fjölgað um 68% síðustu átta ár. Vísbendingar eru líka um að ungmenni búi lengur í foreldrahúsum, að hin efnaminni búi þrengra en áður og um önnur einkenni djúprar og alvarlegrar húsnæðiskreppu. Ef Reykjavíkurborg myndi verja broti af þeim fjármunum sem notaðir eru til að birta og dreifa glansmyndum af framtíðarhúsum myndum við vita meira um vandann. En svo er ekki. Meirihlutinn gerir lítið sem ekkert til að greina húsnæðisvandann í borginni, reynir fyrst og fremst að breiða yfir hann. Glórulaus húsnæðisstefna Samkvæmt þjóðskrá hefur verð á íbúðum í fjölbýli hækkað um 158% frá maí 2010. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan, sem mælir kostnað við húsbyggingar, um 56%. Meðalverð 75 fermetra íbúðar ætti að vera 26,7 m.kr. ef verð hennar hefði hækkað í takt við byggingarvísitölu á valdatíma meirihlutans. Meðalverðið í dag er hins vegar 44,0 m.kr. Okurálagið, það er hækkun umfram kostnað vegna kerfisbundins skorts, er því 17,3 m.kr. Á aðeins tæpum tólf árum. Þessi fáránlega hækkun hefur þrýst fjölda fjölskyldna út af húsnæðismarkaði. Það er vonlaust fyrir þær að kaupa íbúð í Reykjavík. Samkvæmt þjóðskrá hefur leiguverð á íbúðum í fjölbýli í Reykjavík hækkað um 92% frá janúar 2011, en upplýsingar ná ekki aftar. Á sama tíma hefur byggingarvísitala hækkað um 57%. Ef meðalleiga á 75 fermetra íbúð hefði hækkað í takt við byggingarkostnað á þessum tíma væri mánaðarleigan í dag tæpar 170 þús. kr. en er í raun 207 þús. kr. Mismunurinn er 37 þús. kr. Það er sú upphæð sem meðalleigjandinn í Reykjavík borgar mánaðarlega vegna húsnæðisbólunnar, sem blásin er upp af skorti og aðgerðarleysi. Og ástandið væri verra ef ekki væri fyrir afleiðingar heimsfaraldurs. Fyrir cóvid hafði húsaleigan hækkað um 92% á meðan byggingarvísitalan hækkaði um 45%. Þá var okurálagið tæplega 52 þús. kr. á mánuði á 75 fermetra íbúð. Þegar kórónafaraldurinn gefur eftir má búast við að það ástand komi aftur. Veik viðbrögð við vandanum Há húsaleiga er helsta ástæða fátæktar á Íslandi eins og fram hefur komið í öllum rannsóknum á fátækt. Ótaminn húsnæðismarkaður lemur fólk niður í fátækt og bjargarleysi. Stjórnvöld sem standa aðgerðarlaus hjá og leyfa verktökum að magna upp húsnæðisbólu eru því að dæma stóran hóp fólks til fátæktar. Samkvæmt upplýsingum Félagsbústaða voru almennar íbúðir félagsins 1844 í árslok 2009 en 2219 í árslok 2020. Þetta er fjölgun um 34 íbúðir á ári að meðaltali yfir tímabilið. Það segir sig sjálft að það kemst ekki nærri því að snerta á vandanum. Á sama tíma skilaði hækkun eignarverðs Félagsbústöðum hækkun eigin fjár úr 11,1 milljarði króna í 51,5 milljarð króna. Stórbættum hag Félagsbústaða hefur hins vegar ekki verið beitt til að byggja fleiri íbúðir og mæta húsnæðisvanda hinna verr stæðu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hafnað öllum tillögum Sósíalista í borginni um uppbyggingu félagslegs húsnæðis og að sett verði á stofn Byggingafélag Reykjavíkur til að byggja ódýrt húsnæði óháð okri braskara og verktaka. Þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst að hinn svokallaði frjálsi markaður leiði til okurs, fákeppni og einokunar, að færri geti keypt og að húsaleiga skrúfast upp; þá hangir meirihlutinn á óbreyttri stefnu. Meirihlutinn trúir á hinn svokallaða frjálsa markað þótt hann hafi brugðist öllum nema bröskurunum. Fólk flýr borgina Skýrasta birtingarmynd húsnæðisstefnu meirihlutans er að Reykjavík er farið að hnigna í samanburði við önnur sveitarfélög. Frá 2009 hefur landsmönnum fjölgað um 15,5% en Reykvíkingum aðeins um 11,5%. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur hefur fjölgað á sama tíma um 26,4%. Og á Suðurnesjum, Akranesi og í þéttbýlinu fyrir austan fjall um 27,5%. Reykjavík, sem hefur verið í forystu um fólksfjölgun og uppbyggingu frá því á nítjándu öld, er að gefa eftir. Ef við tökum stór-höfuðborgarsvæðið, frá Suðurnesjum upp á Akranes og til Árborgar, þá hefur hlutfall Reykjavíkur dregist saman úr 49,5% í 46,3% á valdatíma meirihlutans. Íbúum á svæðinu fjölgaði um rúm 46 þúsund. Ef Reykjavík hefði haldið sínum hlut hefði Reykvíkingum fjölgað um tæp 23 þúsund en raunin varð fjölgun upp á tæp 14 þúsund. Hlutfallslega hefur Reykjavík skroppið saman rúma 9 þúsund íbúa á valdatíma þessa meirihluta. Reykjavík hefur ekki kannað hvaða fólk þetta er, sem áður kaus borgina en gerir það ekki í dag. Við vitum hins vegar að helsta ástæðan er húsnæðisstefnan. Fólk með miðlungstekjur og þar undir flýr í nágrannasveitarfélögin í leit að ódýrara og öruggara húsnæði. Og keyrir langar leiðir til vinnu. Það er hjákátlegt að á sama tíma og meirihlutinn heldur því fram að uppbygging almenningssamgagna sé kjarni húsnæðisstefnunnar, með það að markmiði að draga úr akstri og mengun; að þá skuli þessi sama húsnæðisstefna leiða til þess að stórir hópar fólks kjósi að keyra til vinnu yfir Hellisheiði, eftir Reykjanesbraut eða undir Hvalfjörðinn, 40-50 kílómetra leið. Uppavæðing borgarinnar Þegar hugtakið gentrification kom fyrst til Íslands var það þýtt sem uppavæðing. Það nær yfir breytingar í borgum sem verða þegar betur sett fólk tekur yfir gömul verkamannahverfi eða hverfi þar sem listamenn og annað lágtekjufólk hefur leitað skjóls. Þetta er ömurleg þróun. Í stað iðandi og fjölbreytt mannlífs kemur meiri frábreytni, færri börn, hærra verðlag og sérstök hnignun sem kalla mætti velsældarhnignun, andlegur grámi sem fylgir hinum betur settu. Þessi einkenni má sjá í 101 Reykjavík þar sem uppbyggingarstefna meirihlutans hefur náð lengst. Frá 2009 hefur íbúum þessa svæðis fjölgað um 7%, sem er undir fjölgun Reykvíkinga. En það er ekki vandamálið, heldur hitt að börnunum hefur fækkað um 15%. Ef hlutfall barna væri að sama og var árið 2009 væru meira en 500 fleiri börn í 101. Og þar af um 400 fleiri börn á leikskólaaldri. Sá aldurshópur sem hefur stækkað mest er fólk frá 50-75 ára, en fólk á því aldursbili á mest eigið fé og er með hæstu tekjurnar, fullorðið fólk á heimilum þaðan sem börnin eru flutt burt. Fólki á þessum. aldri hefur fjölgað um 23% í 101 Reykjavík. Eldra fólki, 75 ára og eldra, hefur hins vegar fækkað um 8% þótt fólki á þessum aldri hafi fjölgað á sama tíma um 23%. Þetta er sorgleg þróun hverfis, að börnin og gamalmennin hverfi og þess í stað komi barnlaust síðmiðaldra fólk. Svona deyja borgir. Þessi breyting á 101 Reykjavík gefur til kynna hverjir það eru sem flýja borgina. Það er barnafjölskyldur, fólk með miðlungstekjur og þar undir. Meirihlutinn er ekki að byggja borg fyrir þetta fólk heldur hin betur settu og barnlausu. Hnignun hugarfarsins Meirihlutinn mun mæta til kosninga í vor eins og margar undanfarnar kosningar með arkitektateikningar af nýjum húsum og hverfum. Hann mun vona að þið hafið gleymt loforðum síðustu kosninga og fullyrðingum um að hann hafi þá einmitt verið rétt nýbúinn að leysa húsnæðiskreppuna, að handa við hornið væri ný og betri Reykjavík. Ég ætla ekki að eyða orðum á svikin loforð. Íslenskir kjósendur eru vanir þeim og verða að styrkja sig til að geta brugðist rétt við þeim. Mig langar hins vegar að ræða þessar teikningar sem borgaryfirvöld eru sífellt að flagga. Hvað merkja þær? Stjórnmálafólk sem mætir alvarlegustu húsnæðiskreppu frá seinna stríði með svona teikningum er afkvæmi nýfrjálshyggjutímans, tíma þegar stjórnmálin voru af-stjórnmálavædd. Þessar teikningar snerta ekki þjáningar fólks á leigumarkaði og biðlistum eftir félagslegu húsnæði, ekki lágtekjufólkið sem flýr borgina og tekur á sig langan akstur til vinnu til að geta búið við öryggi, né heldur unga fólkið sem kemst ekki að heiman og ekki fólkið sem býr þröngt eða í ósamþykktu húsnæði. Og þær snerta heldur ekki hrörnun hverfa sem verktakar hafa tekið yfir til að hámarka hagnað sinn. Þær ná ekki að benda á kjarna húsnæðistefnunnar sem veldur hnignun Reykjavíkur heldur eiga þær að sannfæra fólk um að húsnæðismál snúist um útlit bygginga. Þær vilja halda því fram að stjórnmál eigi að snúast um tæknilega útfærslu en ekki þann félagslega raunveruleika sem við búum innan. Þessar teikningar eru skýrustu merkin um hnignun hinna svokölluðu vinstriflokka. Stefna þeirra snýst ekki lengur um réttlæti og jöfnuð heldur um tíðaranda, tísku og stíl, ekki um pólitíska stefnu fyrir samfélagið heldur um tæknilegar lausnir. Meirihlutinn mun ekki mæta til kosninga með fyrirheit um betra samfélag fyrir þau sem þola mestan órétt og ójöfnuð heldur ætlar hann að lofa hinum betur settu smartari borg. Þetta er gelding stjórnmálanna. Þegar fulltrúar þeirra flokka sem spruttu af stéttabaráttu alþýðufólks á síðustu öld, snúa sér frá vanda þeirra sem verða undir óréttlæti samfélagsins og snúa sér að hinum betur settu, ekki til að ræða óréttlætið sem hin varnarlausu þola heldur til að ræða gras á húsþökum, göngugötur eða sveigða ljósastaura; þá verðum við vitni af andlegri hnignun samfélagsins og dauða stjórnmálanna. Það er þessi andlega hnignun sem veldur hnignun Reykjavíkur sem samfélags og borgar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þótt meirihlutinn í Reykjavík hafi fallið í öllum kosningum frá 2010 þá hefur hann samt haldið áfram, bætt við sig nýjum flokkum eftir hverjar kosningar. Það má því segja að valdatími núverandi meirihluta nái aftur til maí 2010. Og allan þennan tíma hefur geisað húsnæðiskreppa, líklega sú alvarlegasta síðan í seinna stríði. Og þessi húsnæðiskreppa er naga að borgina að innan. Aðgerðarleysi meirihlutans gagnvart húsnæðiseklunni er að brjóta niður samfélagið og er helstan ástæðan fyrir hnignun Reykjavíkur. Einkenni húsnæðiskreppunnar eru fjölgun fólks sem býr í ósamþykktu húsnæði, fjölgun heimilislausra, hækkun fasteignaverðs, fækkun þeirra sem geta keypt sér húsnæði, hækkun leiguverðs og aukin fátækt fólks á leigumarkaði. Einkenni húsnæðiskreppu Engar kannanir eru til um fjölda Reykvíkinga sem býr í iðnaðarhverfum eða öðru ósamþykktu húsnæði. Vandinn er kunnur en áhugi borgaryfirvalda á að afla upplýsinga um um stöðu fólks í ósamþykktu húsnæði er lítill, ef nokkur. Miðað við hlutfall íbúa í Reykjavík má ætla að um 2500 borgarbúa búi í svokölluðum óleyfisíbúðum, samkvæmt úttekt verkalýðshreyfingarinnar. Til samanburðar er talið að um 2300 manns hafi búið í braggahverfum Reykjavíkur þegar mest var á eftirstríðsárunum. Í rannsókn frá 2012 voru heimilislausir í Reykjavík taldir 179. Samkvæmt fréttum byggðum á upplýsingum velferðarsviðs borgarinnar voru heimilislausir 300 í fyrra. Heimilislausum hefur því fjölgað um 68% síðustu átta ár. Vísbendingar eru líka um að ungmenni búi lengur í foreldrahúsum, að hin efnaminni búi þrengra en áður og um önnur einkenni djúprar og alvarlegrar húsnæðiskreppu. Ef Reykjavíkurborg myndi verja broti af þeim fjármunum sem notaðir eru til að birta og dreifa glansmyndum af framtíðarhúsum myndum við vita meira um vandann. En svo er ekki. Meirihlutinn gerir lítið sem ekkert til að greina húsnæðisvandann í borginni, reynir fyrst og fremst að breiða yfir hann. Glórulaus húsnæðisstefna Samkvæmt þjóðskrá hefur verð á íbúðum í fjölbýli hækkað um 158% frá maí 2010. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan, sem mælir kostnað við húsbyggingar, um 56%. Meðalverð 75 fermetra íbúðar ætti að vera 26,7 m.kr. ef verð hennar hefði hækkað í takt við byggingarvísitölu á valdatíma meirihlutans. Meðalverðið í dag er hins vegar 44,0 m.kr. Okurálagið, það er hækkun umfram kostnað vegna kerfisbundins skorts, er því 17,3 m.kr. Á aðeins tæpum tólf árum. Þessi fáránlega hækkun hefur þrýst fjölda fjölskyldna út af húsnæðismarkaði. Það er vonlaust fyrir þær að kaupa íbúð í Reykjavík. Samkvæmt þjóðskrá hefur leiguverð á íbúðum í fjölbýli í Reykjavík hækkað um 92% frá janúar 2011, en upplýsingar ná ekki aftar. Á sama tíma hefur byggingarvísitala hækkað um 57%. Ef meðalleiga á 75 fermetra íbúð hefði hækkað í takt við byggingarkostnað á þessum tíma væri mánaðarleigan í dag tæpar 170 þús. kr. en er í raun 207 þús. kr. Mismunurinn er 37 þús. kr. Það er sú upphæð sem meðalleigjandinn í Reykjavík borgar mánaðarlega vegna húsnæðisbólunnar, sem blásin er upp af skorti og aðgerðarleysi. Og ástandið væri verra ef ekki væri fyrir afleiðingar heimsfaraldurs. Fyrir cóvid hafði húsaleigan hækkað um 92% á meðan byggingarvísitalan hækkaði um 45%. Þá var okurálagið tæplega 52 þús. kr. á mánuði á 75 fermetra íbúð. Þegar kórónafaraldurinn gefur eftir má búast við að það ástand komi aftur. Veik viðbrögð við vandanum Há húsaleiga er helsta ástæða fátæktar á Íslandi eins og fram hefur komið í öllum rannsóknum á fátækt. Ótaminn húsnæðismarkaður lemur fólk niður í fátækt og bjargarleysi. Stjórnvöld sem standa aðgerðarlaus hjá og leyfa verktökum að magna upp húsnæðisbólu eru því að dæma stóran hóp fólks til fátæktar. Samkvæmt upplýsingum Félagsbústaða voru almennar íbúðir félagsins 1844 í árslok 2009 en 2219 í árslok 2020. Þetta er fjölgun um 34 íbúðir á ári að meðaltali yfir tímabilið. Það segir sig sjálft að það kemst ekki nærri því að snerta á vandanum. Á sama tíma skilaði hækkun eignarverðs Félagsbústöðum hækkun eigin fjár úr 11,1 milljarði króna í 51,5 milljarð króna. Stórbættum hag Félagsbústaða hefur hins vegar ekki verið beitt til að byggja fleiri íbúðir og mæta húsnæðisvanda hinna verr stæðu. Meirihlutinn í Reykjavík hefur hafnað öllum tillögum Sósíalista í borginni um uppbyggingu félagslegs húsnæðis og að sett verði á stofn Byggingafélag Reykjavíkur til að byggja ódýrt húsnæði óháð okri braskara og verktaka. Þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst að hinn svokallaði frjálsi markaður leiði til okurs, fákeppni og einokunar, að færri geti keypt og að húsaleiga skrúfast upp; þá hangir meirihlutinn á óbreyttri stefnu. Meirihlutinn trúir á hinn svokallaða frjálsa markað þótt hann hafi brugðist öllum nema bröskurunum. Fólk flýr borgina Skýrasta birtingarmynd húsnæðisstefnu meirihlutans er að Reykjavík er farið að hnigna í samanburði við önnur sveitarfélög. Frá 2009 hefur landsmönnum fjölgað um 15,5% en Reykvíkingum aðeins um 11,5%. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur hefur fjölgað á sama tíma um 26,4%. Og á Suðurnesjum, Akranesi og í þéttbýlinu fyrir austan fjall um 27,5%. Reykjavík, sem hefur verið í forystu um fólksfjölgun og uppbyggingu frá því á nítjándu öld, er að gefa eftir. Ef við tökum stór-höfuðborgarsvæðið, frá Suðurnesjum upp á Akranes og til Árborgar, þá hefur hlutfall Reykjavíkur dregist saman úr 49,5% í 46,3% á valdatíma meirihlutans. Íbúum á svæðinu fjölgaði um rúm 46 þúsund. Ef Reykjavík hefði haldið sínum hlut hefði Reykvíkingum fjölgað um tæp 23 þúsund en raunin varð fjölgun upp á tæp 14 þúsund. Hlutfallslega hefur Reykjavík skroppið saman rúma 9 þúsund íbúa á valdatíma þessa meirihluta. Reykjavík hefur ekki kannað hvaða fólk þetta er, sem áður kaus borgina en gerir það ekki í dag. Við vitum hins vegar að helsta ástæðan er húsnæðisstefnan. Fólk með miðlungstekjur og þar undir flýr í nágrannasveitarfélögin í leit að ódýrara og öruggara húsnæði. Og keyrir langar leiðir til vinnu. Það er hjákátlegt að á sama tíma og meirihlutinn heldur því fram að uppbygging almenningssamgagna sé kjarni húsnæðisstefnunnar, með það að markmiði að draga úr akstri og mengun; að þá skuli þessi sama húsnæðisstefna leiða til þess að stórir hópar fólks kjósi að keyra til vinnu yfir Hellisheiði, eftir Reykjanesbraut eða undir Hvalfjörðinn, 40-50 kílómetra leið. Uppavæðing borgarinnar Þegar hugtakið gentrification kom fyrst til Íslands var það þýtt sem uppavæðing. Það nær yfir breytingar í borgum sem verða þegar betur sett fólk tekur yfir gömul verkamannahverfi eða hverfi þar sem listamenn og annað lágtekjufólk hefur leitað skjóls. Þetta er ömurleg þróun. Í stað iðandi og fjölbreytt mannlífs kemur meiri frábreytni, færri börn, hærra verðlag og sérstök hnignun sem kalla mætti velsældarhnignun, andlegur grámi sem fylgir hinum betur settu. Þessi einkenni má sjá í 101 Reykjavík þar sem uppbyggingarstefna meirihlutans hefur náð lengst. Frá 2009 hefur íbúum þessa svæðis fjölgað um 7%, sem er undir fjölgun Reykvíkinga. En það er ekki vandamálið, heldur hitt að börnunum hefur fækkað um 15%. Ef hlutfall barna væri að sama og var árið 2009 væru meira en 500 fleiri börn í 101. Og þar af um 400 fleiri börn á leikskólaaldri. Sá aldurshópur sem hefur stækkað mest er fólk frá 50-75 ára, en fólk á því aldursbili á mest eigið fé og er með hæstu tekjurnar, fullorðið fólk á heimilum þaðan sem börnin eru flutt burt. Fólki á þessum. aldri hefur fjölgað um 23% í 101 Reykjavík. Eldra fólki, 75 ára og eldra, hefur hins vegar fækkað um 8% þótt fólki á þessum aldri hafi fjölgað á sama tíma um 23%. Þetta er sorgleg þróun hverfis, að börnin og gamalmennin hverfi og þess í stað komi barnlaust síðmiðaldra fólk. Svona deyja borgir. Þessi breyting á 101 Reykjavík gefur til kynna hverjir það eru sem flýja borgina. Það er barnafjölskyldur, fólk með miðlungstekjur og þar undir. Meirihlutinn er ekki að byggja borg fyrir þetta fólk heldur hin betur settu og barnlausu. Hnignun hugarfarsins Meirihlutinn mun mæta til kosninga í vor eins og margar undanfarnar kosningar með arkitektateikningar af nýjum húsum og hverfum. Hann mun vona að þið hafið gleymt loforðum síðustu kosninga og fullyrðingum um að hann hafi þá einmitt verið rétt nýbúinn að leysa húsnæðiskreppuna, að handa við hornið væri ný og betri Reykjavík. Ég ætla ekki að eyða orðum á svikin loforð. Íslenskir kjósendur eru vanir þeim og verða að styrkja sig til að geta brugðist rétt við þeim. Mig langar hins vegar að ræða þessar teikningar sem borgaryfirvöld eru sífellt að flagga. Hvað merkja þær? Stjórnmálafólk sem mætir alvarlegustu húsnæðiskreppu frá seinna stríði með svona teikningum er afkvæmi nýfrjálshyggjutímans, tíma þegar stjórnmálin voru af-stjórnmálavædd. Þessar teikningar snerta ekki þjáningar fólks á leigumarkaði og biðlistum eftir félagslegu húsnæði, ekki lágtekjufólkið sem flýr borgina og tekur á sig langan akstur til vinnu til að geta búið við öryggi, né heldur unga fólkið sem kemst ekki að heiman og ekki fólkið sem býr þröngt eða í ósamþykktu húsnæði. Og þær snerta heldur ekki hrörnun hverfa sem verktakar hafa tekið yfir til að hámarka hagnað sinn. Þær ná ekki að benda á kjarna húsnæðistefnunnar sem veldur hnignun Reykjavíkur heldur eiga þær að sannfæra fólk um að húsnæðismál snúist um útlit bygginga. Þær vilja halda því fram að stjórnmál eigi að snúast um tæknilega útfærslu en ekki þann félagslega raunveruleika sem við búum innan. Þessar teikningar eru skýrustu merkin um hnignun hinna svokölluðu vinstriflokka. Stefna þeirra snýst ekki lengur um réttlæti og jöfnuð heldur um tíðaranda, tísku og stíl, ekki um pólitíska stefnu fyrir samfélagið heldur um tæknilegar lausnir. Meirihlutinn mun ekki mæta til kosninga með fyrirheit um betra samfélag fyrir þau sem þola mestan órétt og ójöfnuð heldur ætlar hann að lofa hinum betur settu smartari borg. Þetta er gelding stjórnmálanna. Þegar fulltrúar þeirra flokka sem spruttu af stéttabaráttu alþýðufólks á síðustu öld, snúa sér frá vanda þeirra sem verða undir óréttlæti samfélagsins og snúa sér að hinum betur settu, ekki til að ræða óréttlætið sem hin varnarlausu þola heldur til að ræða gras á húsþökum, göngugötur eða sveigða ljósastaura; þá verðum við vitni af andlegri hnignun samfélagsins og dauða stjórnmálanna. Það er þessi andlega hnignun sem veldur hnignun Reykjavíkur sem samfélags og borgar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun