Innlent

Enn fækkar inni­liggjandi á Land­spítala með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Þrír eru á gjörgæslu líkt og í gær.
Þrír eru á gjörgæslu líkt og í gær. Vísir/Vilhelm

33 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Þetta kemur fram á heimasíðu Landspítala. Meðalaldur innlagðra er 66 ár. Af þeim 33 sem eru inniliggjandi með Covid-19 hafa 22 verið bólusettir að minnsta kosti einu sinni og ellefu eru óbólusettir.

Sjúklingum með Covid-19 hefur því fækkað um sex milli daga, en í gær voru 39 sjúklingar með Covid-19. Líkt og í dag voru þrír á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

8.290 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.995 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 348 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

184 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun og fjölgar þeim milli daga; voru 153 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×