Þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna og ástandið súrt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Jóhannes Stefánsson, eða Jói í Múlakaffi eins og hann er iðulega kallaður. egill aðalsteinsson Á föstudaginn hefst þriðji þorrinn sem fer í súginn vegna samkomutakmarkanna. Þetta segir veitingamaður í Múlakaffi. Hann vinnur nú að því að koma fimmtán tonnum af súrmat út, en flest öll íþróttafélög hafa ýmist aflýst eða frestað þorrablótum. Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Bóndadagurinn er á föstudaginn en dagurinn markar upphaf Þorra. Jóhannes í Múlakaffi græjaði fimmtán til tuttugu tonn af þorramat og svo var samfélaginu skellt í lás. „Þetta er þriðji Þorrinn sem fer í súginn og maður trúir þessu eiginlega ekki enn,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Nærðu af koma þessu út? „Við spyrjum að leikslokum. Þetta verður töff, það er búið að taka gríðarlega mikið af okkur en við reynum að berjast.“ Þorramatur.egill aðalsteinsson Til þess að koma matnum út og mæta eftirspurn brá Jóhannes á það ráð að selja fólki þorramat heim. Íþróttafélögin hafa ýmist frestað eða aflýst þorrablótum vegna samkomutakmarkanna sem Jóhannes segir mikið tjón. „Já þetta er vægast sagt verulegt tjón já það eru nánast öll þorrablót farin.“ Hann segist svekktur og ástandið súrt. „Maður trúði þessu eiginlega ekki þegar löppunum var kippt undan okkur í nóvember og þetta hefur bara verið lamað síðan.“ Björn Bergmann Einarsson er umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni.egill aðalsteinsson Í síðustu viku hófst sala á þorramat í Krónunni. „Salan hefur verið alveg stórkostlega góð og er að aukast á milli ára hjá okkur. Fólk fer mikið í hjónabakkana og súrmetið. Þetta eru passlegir bakkar fyrir tvo,“ sagði Björn Bergmann Einarsson, umsjónarmaður kjötborða hjá Krónunni. Finnið þið fyrir því að fólk ætli að halda þorrann heima í ár vegna samkomutakmarkanna? „Já við finnum fyrir því. Það er rosaleg sala og margir að fara að halda þorrann heima.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Þorramatur Þorrablót Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira