Framkvæmdastjórn SÁÁ segist slegin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2022 08:40 Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn SÁÁ segist sleginn yfir yfir því að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent kæru til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta SÁÁ. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ sem send var á fjölmiðla í morgun vegna málsins segir að framkvæmdastjórnin sé slegin vegna þeirrar stöðu sem sé komin upp. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segist stjórnin harma þann farveg sem málið sé komið í, líkt og það er orðað í yfirlýsingunni. Segir stjórnin að reynt hafi verið að útskýra fyrir Sjúkratryggingum Íslands hvernig verklagi hafi verið áttað, en að svo virðist sem að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra skýringa. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur lengi kallað eftir samráðsvettvangi SÁÁ og SÍ, eins og skýrt er kveðið á um í samningi. Hún hefur einnig kallað eftir leiðbeiningum eða lausn svo hægt sé að veita lögbundna og nauðsynlega þjónustu við þær krefjandi aðstæður sem samkomutakmarkanir eru. Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni.“ Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ sem send var á fjölmiðla í morgun vegna málsins segir að framkvæmdastjórnin sé slegin vegna þeirrar stöðu sem sé komin upp. „Í þeim krefjandi aðstæðum sem heimsfaraldri fylgdi, með tilheyrandi samkomutakmörkunum, var leitað allra leiða til að halda uppi lögbundinni og nauðsynlegri þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Það eru því mikil vonbrigði að eftirlitsdeild SÍ skuli hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið staðið rétt að málum og kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segist stjórnin harma þann farveg sem málið sé komið í, líkt og það er orðað í yfirlýsingunni. Segir stjórnin að reynt hafi verið að útskýra fyrir Sjúkratryggingum Íslands hvernig verklagi hafi verið áttað, en að svo virðist sem að ekki hafi verið tekið tillit til þeirra skýringa. „Framkvæmdastjórn SÁÁ hefur lengi kallað eftir samráðsvettvangi SÁÁ og SÍ, eins og skýrt er kveðið á um í samningi. Hún hefur einnig kallað eftir leiðbeiningum eða lausn svo hægt sé að veita lögbundna og nauðsynlega þjónustu við þær krefjandi aðstæður sem samkomutakmarkanir eru. Því miður hefur ekki verið brugðist við þeim beiðnum. Ákall um samráðsvettvang og leiðbeiningar er ítrekað, svo hægt verði að koma í veg fyrir að staða eins og þessi komi upp í framtíðinni.“
Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23 Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. 17. janúar 2022 17:23
Meintir tilhæfulausir reikningar SÁÁ metnir saknæmir Svo virðist sem SÁÁ hafi reynt að beita Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stórfelldum blekkingum og undanbrögðum vegna tilhæfulausa reikninga sem samtökin sendu SÍ. 17. janúar 2022 18:27