Utan vallar: Standast strákarnir okkar stóra prófið? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2022 09:00 Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði þarf að leiða liðið á næsta stig í kvöld. vísir/epa Þrátt fyrir gott gengi á EM getur enn allt gerst í dag. Strákarnir okkar geta farið á flugi inn í milliriðil með stig í töskunni eða flogið heim til sín. Það er stutt á milli í þessu. Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta. EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Það hefur verið markviss uppbygging á þessu landsliði okkar síðustu ár með tilheyrandi vaxtarverkjum. En reynslan er nú til staðar og gæðin eru það svo sannarlega. Í dag fáum við því samt svarað hvort liðið sé komið á þann stað sem við öll vonum að það sé komið á. Guðmundur ætlaði að gera Ísland að topp átta liði í heiminum á þremur árum. Sá tími er núna. Það væru því gríðarleg vonbrigði ef liðið fellur á stóra prófinu og þarf að fara heim eftir riðlakeppnina. Ef strákarnir komast áfram þá fáum við enn fleiri spurningum svarað því andstæðingar milliriðilsins eru enn sterkari en liðin í þessum riðli okkar. Þá fá strákarnir að máta sig við mörg bestu lið heims og sjá hvar þeir standa í þeim samanburði. Maður finnur að andinn og trúin í liðinu er meiri en oft áður. Strákarnir eru frábærir í handbolta og vita það manna best sjálfir. Eins og sagt var eftir leikinn gegn Hollendingum þá hefði sá leikur líklega ekki unnist fyrir þremur árum síðan. Það er hugsanlega rétt. Þó svo ýmislegt hafi brugðist í þeim leik þá var það framfaraskref að klára dæmið. Ég hef tröllatrú á þessu liði okkar og þó svo Ungverjar séu stórir, sterkir og ólseigir þá er ég ekki í vafa um að okkar lið sé betra. Við erum með betri leikmenn og frábæra liðsheild. Ef allt smellur þá vinna strákarnir leikinn. Sviðið verður ekki stærra og flottara en í Búdapest í kvöld. Þetta er hinn fullkomni staður til þess að rúlla upp stóra prófinu og sýna handboltaheiminum að Ísland sé aftur komið með alvöru lið í handbolta.
EM karla í handbolta 2022 Utan vallar Tengdar fréttir Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. 17. janúar 2022 16:31