Kerfið hafi ekki bolmagn til þess að sinna heimilislausum sem þurfa í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2022 20:00 Kristín Davíðsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar. sigurjón ólason Velferðarkerfið hefur ekki bolmagn til þess að halda utan um hóp þeirra sem þurfa í sóttkví en eru heimilislausir eða eiga við vímuefnavanda að stríða. Þetta segir verkefnastýra Frú Ragnheiðar sem segir jafnframt að mikið álag sé á athvörfum fyrir heimilislausa. Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira