Áramótaheit og orkuskiptin Halla Hrund Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:31 Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark. Nýverið setti ríkisstjórnin orkuskiptin á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála. Eins konar áramótaheit um að Ísland nái loftslagsskuldbindingum og verði fyrsta „olíulausa“ landið. Það er mikilvægt og gjöfult markmið sem getur fært Íslandi mörg tækifæri. Það gerir hagkerfið loftslagsvænna. Það sparar gjaldeyristekjur. Það getur styrkt nýsköpun og tæknivæðingu. En eins og með önnur áramótaheiti þá eru ljónin á ferli og hindranir til staðar. Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku. Það er semsagt ekki gefið að meiri orkuframleiðsla eða auknar fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í árangur í orkuskiptum og gefi tækifæri til að ná áramótaheitinu. Til þess þarf margt að ávinnast. Kortleggja þarf orkumarkaðinn sjálfan og skapa lagaumgjörð svo að orkan rati í orkuskiptin og árangur náist. Ef það er markmiðið. Við eigum verðmæt en takmörkuð gæði. Orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Betri útfærsla laga og regluverks er grunnurinn að því að hljóð og mynd fari saman; orkan og orkuskiptin, eins og oft er sagt í umræðunni. Þannig eigum við möguleika á að sigra ljónin í veginum. Það er kjarni málsins. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark. Nýverið setti ríkisstjórnin orkuskiptin á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála. Eins konar áramótaheit um að Ísland nái loftslagsskuldbindingum og verði fyrsta „olíulausa“ landið. Það er mikilvægt og gjöfult markmið sem getur fært Íslandi mörg tækifæri. Það gerir hagkerfið loftslagsvænna. Það sparar gjaldeyristekjur. Það getur styrkt nýsköpun og tæknivæðingu. En eins og með önnur áramótaheiti þá eru ljónin á ferli og hindranir til staðar. Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku. Það er semsagt ekki gefið að meiri orkuframleiðsla eða auknar fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í árangur í orkuskiptum og gefi tækifæri til að ná áramótaheitinu. Til þess þarf margt að ávinnast. Kortleggja þarf orkumarkaðinn sjálfan og skapa lagaumgjörð svo að orkan rati í orkuskiptin og árangur náist. Ef það er markmiðið. Við eigum verðmæt en takmörkuð gæði. Orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Betri útfærsla laga og regluverks er grunnurinn að því að hljóð og mynd fari saman; orkan og orkuskiptin, eins og oft er sagt í umræðunni. Þannig eigum við möguleika á að sigra ljónin í veginum. Það er kjarni málsins. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun