Hópsmit um borð í Baldvin Njálssyni: „Orðin spurning um heppni hvort menn sleppi út á sjó“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 10:58 26 af 28 skipverjum á Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Nesfiskur Tuttugu og sex af tuttugu og átta skipverjum á frystitogaranum Baldvin Njálssyni hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Skipstjóri togarans segist þakklátur heilbrigðisyfirvöldum en allt hafi gengið upp eins og í smurðri vél þegar grunur um smit kom upp um borð. Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “ Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Arnar Óskarsson, skipstjóri togarans, segir í samtali við fréttastofu að það hafi verið svekkjandi þegar grunur um smit kom upp meðal áhafnarinnar. Skipið sé nefnilega glænýtt, það kom til landsins 3. desember og áhöfnin á leið á fyrsta alvöru túrinn þegar einhverjir skipverja fóru að kvarta yfir flensueinkennum. „Þetta er náttúrulega hundleiðinlegt. Við erum að starta nýju skipi en þetta er bara svona. Við fórum allir í PCR-próf og allir í hraðpróf og þetta læddist um borð,“ segir Arnar. Baldvin var staddur á miðum úti fyrir Vestfjörðum þegar grunur um smit um borð kom upp á laugardagsmorgun. Þá var sú ákvörðun tekin að snúa við og sigla til Hafnarfjarðar, þar sem heilbrigðisstarfsmenn voru tilbúnir til að skima skipverja fyrir veirunni. Til allrar hamingju séu allir skipverjar tiltölulega hraustir. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona útbreitt. Við fengum frábæra þjónustu hjá heilbrigðisyfirvöldum. Það kom bara bíll og tók sýni af allri áhöfninni og niðurstaðan komin strax um kvöldið,“ segir Arnar. „Þetta gekk allt smurt. Það má hrósa þessu kerfi vel, það svínvirkar.“ Hann segir veiruna hafa verið stærstu áhyggjurnar þegar þeir lögðu af stað í túrinn. Ekki það að þeir væru á nýju skipi með nýjan búnað. „Þetta er bara orðin spurning um heppni, hvort menn sleppi út á sjó þegar þetta er orðið svona útbreitt. En á móti kemur að kannski er bara best að við fengum þetta allir, þá erum við sloppnir við þetta.“ Tvær áhafnir eru á Baldvin, sem skiptast á að fara. Áætlað er þó að þessi sama áhöfn fari út á honum þegar allir skipverjar eru lausir úr einangrun. „Það er nú meiningin að við förum bara aftur þegar þetta er gengið yfir. Ætli við förum ekki út í byrjun næstu viku. Það er verið að sótthreinsa skipið og svo verðum við bara að bíða. “
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45
45 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19. Sjö eru nú á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. 17. janúar 2022 09:49