Sara hætti keppni í Miami en sagði ekki af hverju: Sóla á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 09:01 Sara Sigmundsdóttir entist bara í þrjár greinar á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir kláraði ekki Wodapalooza CrossFit mótið í Miami um helgina en hún varð að hætta keppni eftir tvo daga af þessu fjögurra daga móti. Sólveig Sigurðardóttur komst aftur á móti á verðlaunapall í liðakeppni kvenna. Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira