Skýrsla Henrys: Harðlífi gegn Hollendingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2022 23:02 Janus Daði var ískaldur á bekknum en kom sjóðheitur inn og bjargaði málunum. Frábær frammistaða. vísir/epa Leikur Íslands og Hollands reyndi á taugar landans og eflaust eru margir með minna hár eftr leikinn en þeir voru með fyrir hann. Spennutryllir en allt fór vel að lokum. Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn