Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 21:12 Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. „Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira