Þau sem urðu verst úti Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 15. janúar 2022 16:03 Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá. Langstærsta efnahagslega höggið Það er viðurkennd staðreynd að stærsta efnahagslega höggið hefur lent á ferðaþjónustufyrirtækjum og tengdum greinum - það langstærsta á þeim fyrirtækjum sem sinna nær eingöngu eða alfarið erlendum ferðamönnum. Í nýrri skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu ferðaþjónustu, sem unnin var fyrir Ferðamálastofu, kemur ýmislegt áhugavert í ljós - sem kemur fáum, sem stunda rekstur í ferðaþjónustu á óvart. Vélarnar í gangi Þar er tiltekið hversu mikill kraftur og sveigjanleiki hefur einkennt greinina strax frá upphafi faraldursins. Hvernig fyrirtækin hafa ekki lagt árar í bát, heldur haldið áfram að berjast frá mánuði til mánaðar með vonina og ekki síður trúna á framtíð ferðaþjónustunnar að vopni. Það er sömuleiðis viðurkennd staðreynd að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa bjargað stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja frá gjaldþroti og þannig varðveitt afl til harðrar og öflugrar viðspyrnu. Að vélarnar séu í gangi þegar þær fá hráefni. Það hefur sýnt sig, þegar rofað hefur til, að það hefur margborgað sig. Enda er það ferðaþjónustan sem treyst er á til að auka hagvöxt og verðmætasköpun á næstu misserum. Fyrirtækin verulega löskuð Það er þó því miður einnig staðreynd, að þrátt fyrir öflugar stuðningsaðgerðir ríkisins hingað til, þá eru flest ferðaþjónustufyrirtæki skiljanlega verulega löskuð - eftir tveggja ára hremmingar. Skuldir hafa aukist og eigið fé skroppið saman eða horfið, en árið 2020 þurrkaðist út meira en þriggja ára eiginfjármyndun í greininni. Við lok ársins 2020 bjuggu um 25% félaga við góða eða viðunandi fjárhagsstöðu en rúmlega þriðjungur var of skuldsettur eða með ósjálfbæran rekstur. Staðan hefur að öllum líkindum ekki batnað árið 2021. Flest fyrirtæki eru komin út í horn. Þá kom Omikron Undir lok ársins 2021 var allt útlit fyrir að við værum komin fyrir vind hvað faraldurinn áhræði og gætum einbeitt okkur að því að byggja fyrirtækin upp að nýju. Í lok ársins runnu síðan flestar stuðningsaðgerðir ríkisins sitt skeið á enda. Þá skaut upp kollinum enn eitt afbrigði veirunnar, sem hefur nú sett allt á annan endann, eins og allir þekkja. Ekki bara sóttvarnaraðgerðir innanlands Tilkynnt hefur verið að ríkið hyggist nú styðja við rekstur þeirra sem hafa og verða nú áfram fyrir miklum áhrifum af sóttvarnarreglum innanlands og er það gott og nauðsynlegt. Þarna þarf hins vegar að hugsa aðeins lengra, því að mörg fyrirtæki verða ekki beinlínis fyrir áhrifum af sóttvarnarreglum hér innanlands heldur einfaldlega vegna faraldursins sjálfs og áhrifum hans á eftirspurn og ferðahegðun. Omikron setti þar stórt strik í reikninginn með hrinu afbókana, samdrætti í nýjum bókunum og framhaldi á nagandi óvissu - sem kalla vissulega á áframhaldandi stuðning við almenn ferðaþjónustufyrirtæki. Á bakvið ferðaþjónustufyrirtækin er venjulegt fólk og fjölskyldur Það er gott að hafa það í huga í þessu sambandi að á bakvið ferðaþjónustufyritækin er venjulegt fólk. Um 90% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór og eru rekin af Jóni og Gunnu í næstu götu. Þau hafa lagt allt sitt undir, skapað sér og öðrum atvinnu og hafa nú í tvö ár barist fyrir tilveru sinni, tekið á sig stórfellt tekjutap og strítt við stanslausar áhyggjur og svefnlausar nætur. Það er álag sem ekki skyldi vanmeta. Ekki klúðra leiknum rétt fyrir leikslok Til að gera langa sögu stutta: Það væri skynsamlegt að halda björgunarhringnum örlítið lengur á floti og framlengja stuðningsaðgerðir ríkisins við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna sóttvarnaraðgerða EÐA áhrifa faraldursins almennt á starfsemi þeirra. Það eru fyrirtækin sem hafa orðið verst úti, allan tímann. Skilvirkast væri að framlengja þau úrræði sem þegar hefur verið beitt með góðum árangri, til dæmis viðspyrnustyrki, hlutabótaleið og átakið „Hefjum störf“. Eftir allt blóðið, svitann og tárin væri sárgrætilegt að klúðra sókninni rétt fyrir framan markið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá. Langstærsta efnahagslega höggið Það er viðurkennd staðreynd að stærsta efnahagslega höggið hefur lent á ferðaþjónustufyrirtækjum og tengdum greinum - það langstærsta á þeim fyrirtækjum sem sinna nær eingöngu eða alfarið erlendum ferðamönnum. Í nýrri skýrslu KPMG um fjárhagsstöðu ferðaþjónustu, sem unnin var fyrir Ferðamálastofu, kemur ýmislegt áhugavert í ljós - sem kemur fáum, sem stunda rekstur í ferðaþjónustu á óvart. Vélarnar í gangi Þar er tiltekið hversu mikill kraftur og sveigjanleiki hefur einkennt greinina strax frá upphafi faraldursins. Hvernig fyrirtækin hafa ekki lagt árar í bát, heldur haldið áfram að berjast frá mánuði til mánaðar með vonina og ekki síður trúna á framtíð ferðaþjónustunnar að vopni. Það er sömuleiðis viðurkennd staðreynd að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa bjargað stórum hluta ferðaþjónustufyrirtækja frá gjaldþroti og þannig varðveitt afl til harðrar og öflugrar viðspyrnu. Að vélarnar séu í gangi þegar þær fá hráefni. Það hefur sýnt sig, þegar rofað hefur til, að það hefur margborgað sig. Enda er það ferðaþjónustan sem treyst er á til að auka hagvöxt og verðmætasköpun á næstu misserum. Fyrirtækin verulega löskuð Það er þó því miður einnig staðreynd, að þrátt fyrir öflugar stuðningsaðgerðir ríkisins hingað til, þá eru flest ferðaþjónustufyrirtæki skiljanlega verulega löskuð - eftir tveggja ára hremmingar. Skuldir hafa aukist og eigið fé skroppið saman eða horfið, en árið 2020 þurrkaðist út meira en þriggja ára eiginfjármyndun í greininni. Við lok ársins 2020 bjuggu um 25% félaga við góða eða viðunandi fjárhagsstöðu en rúmlega þriðjungur var of skuldsettur eða með ósjálfbæran rekstur. Staðan hefur að öllum líkindum ekki batnað árið 2021. Flest fyrirtæki eru komin út í horn. Þá kom Omikron Undir lok ársins 2021 var allt útlit fyrir að við værum komin fyrir vind hvað faraldurinn áhræði og gætum einbeitt okkur að því að byggja fyrirtækin upp að nýju. Í lok ársins runnu síðan flestar stuðningsaðgerðir ríkisins sitt skeið á enda. Þá skaut upp kollinum enn eitt afbrigði veirunnar, sem hefur nú sett allt á annan endann, eins og allir þekkja. Ekki bara sóttvarnaraðgerðir innanlands Tilkynnt hefur verið að ríkið hyggist nú styðja við rekstur þeirra sem hafa og verða nú áfram fyrir miklum áhrifum af sóttvarnarreglum innanlands og er það gott og nauðsynlegt. Þarna þarf hins vegar að hugsa aðeins lengra, því að mörg fyrirtæki verða ekki beinlínis fyrir áhrifum af sóttvarnarreglum hér innanlands heldur einfaldlega vegna faraldursins sjálfs og áhrifum hans á eftirspurn og ferðahegðun. Omikron setti þar stórt strik í reikninginn með hrinu afbókana, samdrætti í nýjum bókunum og framhaldi á nagandi óvissu - sem kalla vissulega á áframhaldandi stuðning við almenn ferðaþjónustufyrirtæki. Á bakvið ferðaþjónustufyrirtækin er venjulegt fólk og fjölskyldur Það er gott að hafa það í huga í þessu sambandi að á bakvið ferðaþjónustufyritækin er venjulegt fólk. Um 90% ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil og meðalstór og eru rekin af Jóni og Gunnu í næstu götu. Þau hafa lagt allt sitt undir, skapað sér og öðrum atvinnu og hafa nú í tvö ár barist fyrir tilveru sinni, tekið á sig stórfellt tekjutap og strítt við stanslausar áhyggjur og svefnlausar nætur. Það er álag sem ekki skyldi vanmeta. Ekki klúðra leiknum rétt fyrir leikslok Til að gera langa sögu stutta: Það væri skynsamlegt að halda björgunarhringnum örlítið lengur á floti og framlengja stuðningsaðgerðir ríkisins við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna sóttvarnaraðgerða EÐA áhrifa faraldursins almennt á starfsemi þeirra. Það eru fyrirtækin sem hafa orðið verst úti, allan tímann. Skilvirkast væri að framlengja þau úrræði sem þegar hefur verið beitt með góðum árangri, til dæmis viðspyrnustyrki, hlutabótaleið og átakið „Hefjum störf“. Eftir allt blóðið, svitann og tárin væri sárgrætilegt að klúðra sókninni rétt fyrir framan markið. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun