Fótbolti

Refsuðu um leið og við gáfum þeim færi á því

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Karl var einn fjögurra núverandi leikmanna Breiðabliks í byrjunarliði Íslands.
Viktor Karl var einn fjögurra núverandi leikmanna Breiðabliks í byrjunarliði Íslands. Vísir/Hulda Margrét

„Það er bara fyrst og fremst heiður. Einhverskonar verðlaun fyrir vel unnin störf. Maður er mjög stoltur að vera kominn inn í þennan hóp fyrir þetta verkefni og fá smjörþefinn af þessu,“ sagði Viktor Karl Einarsson á fjarfundi eftir landsleik Íslands og Suður-Kóreu fyrr í dag.

„Gefur manni smá von um að spila fyrir landsliðið og lætur mann vilja vinna enn harðar og fá fleiri leiki.“

„Við töluðum um það að fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður. Vorum að hlaupa mörg óþarfa hlaup. Vorum ekki að setja neina pressu á þá til að vinan boltann. Fóru illa með okkur með einnar snertinga bolta. Skoruðu góð mörk,“ sagði Viktor Karl en Ísland átti mjög erfitt uppdráttar í dag.

Fótb„Við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn. hvernig við vildum pressa, vinan boltann. Gekk betur. Skoruðum gott mark. Hefðum getað skapað fleiri færi. Bjuggum til nokkrar ákjósanlegar stöður sem hefðu getað farið betur.“

„Það var fyrst og fremst ákefðin sem þeir spiluðu á. Engar tilviljanir í því sem þeir voru að gera, allir mjög samstilltir. Einnar snertingarbolti. Ákváðu hvað þeir ætluðu að gera. Mikill munur á þessu liði og Úganda. Hraðari í öllum sínum aðgerðum og refsuðu um leið og við gáfum þeim færi á því. Þurfti ekki mikið. Einn leikmaður seinn og allir eftir á. Sneggri í öllum sínum aðgerðum en til dæmis Úganda,“ sagði Viktor Karl um muninn á leik dagsins og 1-1 jafnteflinu gegn Úganda á dögunum.

„Tækifæri fyrir mig að sýna mig á þessu sviði. Gefur vonandi eitthvað. Eins og staðan er núna veit ég lítið,“ sagði miðjumaðurinn um framtíð sína.

„Þetta var mjög erfiður leikur. Hlupum mikið. Vorum ekki mikið með boltann í þessum leik. Ætluðum okkur að hafa hann. Var erfitt að klukka þá. Voru snöggir að hreyfa sig frá mönnum. Fyrri mig var þetta mjög erfitt og fyrir okkur alla. Mikil hlaup og við komumst ekki nálægt þeim.“

„Hefði mátt vera meira „chemistry“ á milli okkar. Hefði verið gaman að ná þar sem við myndum ná upp einhverju spili. Var erfitt í þessum leik. Heiður fyrir okkur alla og sýnir að Breiðablik er kannski að gera eitthvað rétt,“ sagði Viktor Karl að endingu en alls voru fjórir núverandi leikmenn Breiðabliks í byrjunarliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×