Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 13:02 Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56