Bjarki Steinn fer á láni út tímabilið líkt og framherjinn Óttar Magnús Karlsson sem leikur með Siena í C-deildinni á láni. Þetta kemur ef til vill á óvart þar sem Bjarki Steinn lék sinn fyrsta leik í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, nýverið. Hann kom þá inn af bekknum undir lok leiks gegn Sampdoria.
Bjarki Steinn lék með ÍA áður en Venezia – þá í B-deild – festi kaup á honum síðla sumars 2020. Samningur leikmannsins rennur út nú í sumar.
Official. Former Orlando City winger Nani joins Serie A side Venezia, contract signed today. The Portuguese s now back in Europe after MLS experience. #transfers pic.twitter.com/YYgV570kOI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 14, 2022
Skömmu eftir að tilkynnt hafði verið um brottför Bjarka Steins staðfesti Venezia að portúgalski vængmaðurinn Nani væri á leiðinni til félagsins. Hann hefur leikið með Orlando City í MLS-deildinni undanfarin ár en gerði garðinn frægan með Manchester United hér á árum áður. Nani er 35 ára gamall en skrifaði undir samning til sumarsins 2023.

Aðeins einn Íslendingur er eftir í herbúðum Venezia sem situr í 17. sæti Serie A, einu stigi fyrir ofan fallsæti. Það er Arnór Sigurðsson en hann er á láni hjá félaginu frá CSKA Moskvu.