Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2022 22:42 það voru eigendur English Pub sem höfðuðu mál gegn ríkinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Austurátt efh., sem á English Pub við Austurstræti höfðaði mál gegn ríkinu í febrúar í fyrra eftir að eigendum skemmtistaða og kráa var gert að loka vegna faraldurs kórónuveirunnar. Eigendur félagsins kröfðust þess að Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna þess fjártjóns sem þeir urðu fyrir. Höfðað á grunni meintra brota á stjórnarskrá Málið var höfðað á þeim grunni að stjórnvöld hefðu ekki heimild til að loka einkareknum fyrirtækjum með takmörkunum á samkomum. Ekki væri lagastoð fyrir því. Þá gæti heilbrigðisráðherra ekki gert greinarmun á einstökum tegundum staða eins og gert var en kaffihúsum og ýmsum veitingastöðum var ekki gert að loka dyrum sínum. „Stefnandi telur það brjóta gegn stjórnarskrá og stjórnskipan landsins að ráðherra sé falið að ákveða hvaða aðgerðum heimilt sé að beita gagnvart einkareknum fyrirtækjum landsins í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu faraldurs. Það sé löggjafans eins að taka afstöðu til þess hvort réttlætanlegt sé að skerða atvinnufrelsi,“ segir í málsástæðum þeirra sem höfðuðu málið. Einnig byggði málið á því að aðgerðirnar brytu gegn reglu stjórnarskrár um jafnræði og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Þá varðandi það að ekki var öllum stöðum lokað heldur bara skilgreindum skemmtistöðum. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkti þessi rök ekki. „Þótt ekki sé í stjórnarskrá með beinum hætti vikið að skyldu ríkisins til að standa vörð um líf og heilsu almennings er ekki unnt að horfa fram hjá því að líf og heilsa er óhjákvæmileg forsenda þess að fólk fái notið þeirra mannréttinda sem mælt er fyrir um í stjórnarskrá. Að mati dómsins er því ekki varhugavert að leggja til grundvallar að stefnda beri stjórnskipuleg skylda til að gera ráðstafanir til að vernda líf og heilsu almennings þegar hætta steðjar að,“ segir meðal annars í úrskurðinum. Áhugasamir geta lesið dóminn hér á vef héraðsdómstóla. Þrjú þúsund smit rakin til eins skemmtistaðar Í úrskurðinum segir einnig að greinarmunur á skemmtistöðum og krám annars vegar og veitingastöðum hins vegar hafi verið studdur með málefnalegum rökum. Þegar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður fyrir dómi hvað olli því að krár og skemmtistaðir væru taldir með meiri smithættu en gengur og gerist, sagði hann það helst vegna aðstæðna þar. Til dæmis væri fólk mjög nálægt hvoru öðru, það væri þröngt og loftræsting oft léleg. Þá umgengist fólk margt annað fólk á stuttum tíma og fólk sem væri ekki allsgáð slakaði á einstaklingsbundnum sóttvörnum. Krár og skemmtistaðir væru því sérstakir áhættustaðir ásamt líkamsræktarstöðvum. Þórólfur sagði að af sextán þúsund smitum í fjórðu bylgjunni svokölluðu hafi mátt rekja þrjú þúsund þeirra til eins skemmtistaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Samkomubann á Íslandi Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira