Tilkynningin barst á tíunda tímanum í morgun. Í dagbók lögreglunnar segir að maðurinn hafi reynst ofurölvi og hafi verið handtekinn.
Þá var ekið á gangandi vegfaranda á áttunda tímanum í morgun. Sá er ekki talinn hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Þar að auki var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í dag en ekki kemur fram hvar. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndist maðurinn þurfa aðstoð á heilbrigðisstofnun og fékk hann aðstoð.
Að öðru leyti virðist dagurinn hafa verið rólegur hjá lögreglunni, ef marka má áðurnefnda dagbók.