Ákærðir fyrstir fyrir uppreisn vegna árásarinnar á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2022 22:01 Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfgasamtakanna Oath Keepers. AP/Susan Walsh Stofnandi og leiðtogi hægri-öfgasamtakanna Oath Keepers hefur verið handtekinn og ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Auk Stewart Rhodes hafa minnst tíu aðrir meðlimir og félagar samtakanna verið handteknir. Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Mennirnir eru sakaðir um samsæri varðandi uppreisnaráróður (e. sedition). Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í fyrsta sinn sem kærum sem þessum er beitt í tengslum við árásina á þinghúsið. Ákærum sem þessum var síðast beitt árið 2010 gegn hópi manna sem voru ákærðir fyrir að ætla að reyna að velta stjórnvöldum Bandaríkjanna úr sessi. Þeir voru sýknaðir af uppreisnarákærum. Síðast þegar menn voru sakfelldir fyrir uppreisn var eftir árás fjögurra manna frá Púertó Ríkó á þinghúsið árið 1954. Þeir ruddust þar inn og hófu skothríð. Fimm þingmenn særðust í þeirri árás. Eins og frægt er réðust stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna sem Trump hafði tapað nokkrum mánuðum áður. Það var á grunni fjölmargra lyga Trumps og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur gegn Joe Biden. Mál mannanna sem um ræðir fór fyrir svokallaðan ákærudómstól þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og ákveða hvort tilefni sé til þess að beita ákærum. Að þessu sinni töldu kviðdómendurnir svo vera. Sjá einnig: Fara í hart gegn öfgahópum vegna árásarinnar á þinghúsið Aðrir meðlimir Oath Keepers og sambærilegra samtaka sem heita Proud Boys hafa meðal annars verið ákærðir fyrir að brjóta sér leið inn í þinghúsið og fyrir að koma nokkrum vopnuðum meðlimum fyrir a hóteli nærri Washington. Sá hópur átti að virka sem nokkurs konar viðbragðshópur ef þörf væri á. Nokkuð fleiri en sjö hundruð manns hafa verið handtekin vegna árásarinnar á þinghúsið en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sagt að þetta sé umfangsmesta rannsókn Bandaríkjanna hingað til. Rhodes sjálfur fór ekki inn í þinghúsið en hann er sakaður um að hafa hjálpað til við að mynda þá atburðarás sem átti sér stað. Rhodes er meðal annars sakaður um að hafa hvatt fylgjendur sína til að fara til Washington og láta Trump vita að „fólkið stæði bak við hann“. Þá sagði hann meðlimum Oath Keepers þeir ættu að vera tilbúnir til að berjast gegn Antifa og ættu sömuleiðis að búa sig undir það að afar vopnaðir inn í þinghúsið. Samkvæmt dómsskjölum sagði Rhodes að Oath Keepers myndu verja Trump, því hann væri réttkjörinn forseti og hann þyrfti að bjarga Bandaríkjunum. „Því ef við þið gerið það ekki strákar, munið þið þurfa að taka þátt í blóðugri borgarastyrjöld og blóðugri, þið getið kallað það uppreisn, stríð eða bardaga,“ ku Rhodes hafa sagt. Hann á einnig að hafa sent skilaboð til meðlima Oath Keepers á 6. janúar um að Trump hafi ekki virst ætla að grípa til aðgerða. Því þyrftu föðurlandsvinir eins og þeir að taka málin í eigin hendur. Rhodes er fyrrverandi hermaður með lögfræðigráðu frá Yale. Samkvæmt frétt New York Times hefur hann verið til rannsóknar rá því í vor er hann ræddi við útsendara Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rhodes og aðrir meðlimir Oath Keepers hafa sagt að markmið þeirra hefði ekki verið að fara inn í þinghúsið. Rhodes hefur sagt að þeir sem gerðu það hafi farið gegn skipunum hans. Minnst fjórir meðlimir samtakanna hafa þó sagt í vitnisburði að markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir staðfestingu úrslitanna. Það hafi staðið til að fara inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Kallar eftir breytingum á þingi og nýjum kosningalögum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í dag að hann væri hlynntur því að fella niður regluna um aukinn meirihluta í öldungadeildinni, svo Demókratar gætu komið nýjum kosningalögum þar í gegn. Hann sagði það nauðsynlegt til að vernda „hjarta og sál“ lýðræðisins í Bandaríkjunum. 11. janúar 2022 23:24
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14