1.135 greindust innanlands á þriðjudag og 1.191 á mánudag. 9.815 eru nú í einangrun vegna Covid-19 en voru 10.033 í gær. 9.769 einstaklingar eru í sóttkví og fækkar úr 10.063. 758 eru í skimunarsóttkví. 44 sjúklingar eru á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af sex á gjörgæslu. Vitað er um 622 endursmit.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. 43 hafa nú látist af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldursins.
4.662 einkennasýni voru greind í gær, 2.587 sóttkvíarsýni og 1.009 landamærasýni.

Nýgengi innanlandssmita, það er uppsafnaður fjöldi síðustu fjórtán daga á hverja 100.000 íbúa, er 4.042 og hækkar úr 3.974. Nýgengi landamærasmita er 480, samanborið við 475 í gær.
43.768 staðfest smit hafa greinst frá upphafi faraldursins hér á landi. Hafa um 12% íbúa greinst með Covid-19 samkvæmt tölum almannavarna.
Fréttin hefur verið uppfærð.