Fékk sting í hjartað þegar hún sá myndbandið og segir frásögnina ekki einsdæmi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Erna Kristín Stefánsdóttir fékk margar reynslusögur frá fólki sem varð fyrir svipuðu aðkasti á barnsaldri. stöð2 Talskona líkamsvirðingar segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. Myndband þar sem ung kona segir móður hennar beita hana andlegu ofbeldi vegna fitufordóma hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur) Myndbandið hér að ofan kemur fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Konan sem talar í myndbandinu er 24 ára gömul í dag og segist hafa alla tíð hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi frá móður og fitufordómum í sinn garð. „Ég var farin að æla öllu því litla sem ég borðaði. Ég var orðin svo grönn en þá fékk ég hrós: „Þú ert svo glæsileg en samt hefur mér aldrei liðið jafn illa með sjalfan mig,“ segir konan í myndbandinu. „Þetta er rosalega algengt“ Erna Kristín, sem heldur úti Instagraminu Ernuland hefur beitt sér fyrir umræðu um líkamsvirðingu. Hún sá myndbandið í gær og fékk að eigin sögn sting í hjartað. „En raunin er sú að þetta er rosalega algengt og þetta er ekki einsdæmi,“ sagði Erna Kristín Stefánsdóttir, talskona um líkamsvirðingu. Dæmi um að foreldrar borgi börnum fyrir það að missa kíló Hún óskaði í gær eftir reynslusögum frá fólki sem varð fyrir fitusmánun sem börn og inboxið fylltist af sögum þeirra sem lentu í því að foreldrar skikkuðu þau í megrun með ýmsum aðferðum. „Borga þeim fyrir að missa kíló. Leyfa þeim ekki að fara að skemmta sér og hafa gaman fyrr en þau hafa farið niður á vigtinni. Ef þú talar um rauða þráðinn þá eru flest skilaboðin sem enda þannig að viðkomandi sé að díla við átröskun í dag.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. „Með matarskömm og hræðslu í kringum mat þá auðvitað myndast vítahringur sem getur fengði fólk til þess að þróa með sér átröskun eða sjálfshatur eða upplifa sig sem einhvers konar mistök að geta ekki framfylgt ákveðnum matarreglum.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur) Myndbandið hér að ofan kemur fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur og hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Konan sem talar í myndbandinu er 24 ára gömul í dag og segist hafa alla tíð hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi frá móður og fitufordómum í sinn garð. „Ég var farin að æla öllu því litla sem ég borðaði. Ég var orðin svo grönn en þá fékk ég hrós: „Þú ert svo glæsileg en samt hefur mér aldrei liðið jafn illa með sjalfan mig,“ segir konan í myndbandinu. „Þetta er rosalega algengt“ Erna Kristín, sem heldur úti Instagraminu Ernuland hefur beitt sér fyrir umræðu um líkamsvirðingu. Hún sá myndbandið í gær og fékk að eigin sögn sting í hjartað. „En raunin er sú að þetta er rosalega algengt og þetta er ekki einsdæmi,“ sagði Erna Kristín Stefánsdóttir, talskona um líkamsvirðingu. Dæmi um að foreldrar borgi börnum fyrir það að missa kíló Hún óskaði í gær eftir reynslusögum frá fólki sem varð fyrir fitusmánun sem börn og inboxið fylltist af sögum þeirra sem lentu í því að foreldrar skikkuðu þau í megrun með ýmsum aðferðum. „Borga þeim fyrir að missa kíló. Leyfa þeim ekki að fara að skemmta sér og hafa gaman fyrr en þau hafa farið niður á vigtinni. Ef þú talar um rauða þráðinn þá eru flest skilaboðin sem enda þannig að viðkomandi sé að díla við átröskun í dag.“ Hún segir mikilvægt að foreldrar tengi umræðu um matarræði og holla hreyfingu við líðan barna en alls ekki útlit. „Með matarskömm og hræðslu í kringum mat þá auðvitað myndast vítahringur sem getur fengði fólk til þess að þróa með sér átröskun eða sjálfshatur eða upplifa sig sem einhvers konar mistök að geta ekki framfylgt ákveðnum matarreglum.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Fleiri fréttir Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sjá meira