„Ég hvet engan til að fara í slík partý“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 13:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir . Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræður fólki eindregið frá því að hittast til þess að smitast viljandi af ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar. Þetta var á meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður að því, í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virðist vera vægara en önnur afbrigði, hvað hann myndi segja við þau sem hugsa með sér að best væri að næla í sér afbrigðið til að vera „búin“, ef svo mætti að orði komast. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, spurði þessarar spurningar og vísaði í svokölluð „hettusóttarpartý“, þegar foreldar létu börn sín visvitandi smitast af tiltölulega vægum sjúkdómum á borð við hettusótt og hlaupabólu til að öðlast ónæmi. „Það er mjög óráðlegt. Það stuðlar að aukinni útbreiðslu í samfélaginu og veiran hittir þá fyrir þá sem munu veikjast alvarlega og leggjast inn,“ svaraði Þórólfur. Þetta væri ekki góð hugmynd þegar allt kapp væri lagt á að draga úr þeim fjölda sem greinist með Covid-19 á hverjum degi. „Þetta hangir bara saman, útbreiðslan og hlutfallið sem þarf að leggjast inn. Það væri mjög óráðlegt á sama tíma og við erum að reyna að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Það væri ekki ráðlegt að halda slík „partý“ til að næla sér í ómíkrónafbrigði Covid-19. „Ég hvet engan til að fara í slík partý. Það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37 Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður að því, í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virðist vera vægara en önnur afbrigði, hvað hann myndi segja við þau sem hugsa með sér að best væri að næla í sér afbrigðið til að vera „búin“, ef svo mætti að orði komast. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, spurði þessarar spurningar og vísaði í svokölluð „hettusóttarpartý“, þegar foreldar létu börn sín visvitandi smitast af tiltölulega vægum sjúkdómum á borð við hettusótt og hlaupabólu til að öðlast ónæmi. „Það er mjög óráðlegt. Það stuðlar að aukinni útbreiðslu í samfélaginu og veiran hittir þá fyrir þá sem munu veikjast alvarlega og leggjast inn,“ svaraði Þórólfur. Þetta væri ekki góð hugmynd þegar allt kapp væri lagt á að draga úr þeim fjölda sem greinist með Covid-19 á hverjum degi. „Þetta hangir bara saman, útbreiðslan og hlutfallið sem þarf að leggjast inn. Það væri mjög óráðlegt á sama tíma og við erum að reyna að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Það væri ekki ráðlegt að halda slík „partý“ til að næla sér í ómíkrónafbrigði Covid-19. „Ég hvet engan til að fara í slík partý. Það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37 Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29