„Ég hvet engan til að fara í slík partý“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 13:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir . Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræður fólki eindregið frá því að hittast til þess að smitast viljandi af ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar. Þetta var á meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður að því, í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virðist vera vægara en önnur afbrigði, hvað hann myndi segja við þau sem hugsa með sér að best væri að næla í sér afbrigðið til að vera „búin“, ef svo mætti að orði komast. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, spurði þessarar spurningar og vísaði í svokölluð „hettusóttarpartý“, þegar foreldar létu börn sín visvitandi smitast af tiltölulega vægum sjúkdómum á borð við hettusótt og hlaupabólu til að öðlast ónæmi. „Það er mjög óráðlegt. Það stuðlar að aukinni útbreiðslu í samfélaginu og veiran hittir þá fyrir þá sem munu veikjast alvarlega og leggjast inn,“ svaraði Þórólfur. Þetta væri ekki góð hugmynd þegar allt kapp væri lagt á að draga úr þeim fjölda sem greinist með Covid-19 á hverjum degi. „Þetta hangir bara saman, útbreiðslan og hlutfallið sem þarf að leggjast inn. Það væri mjög óráðlegt á sama tíma og við erum að reyna að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Það væri ekki ráðlegt að halda slík „partý“ til að næla sér í ómíkrónafbrigði Covid-19. „Ég hvet engan til að fara í slík partý. Það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37 Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður að því, í ljósi þess að ómíkronafbrigðið virðist vera vægara en önnur afbrigði, hvað hann myndi segja við þau sem hugsa með sér að best væri að næla í sér afbrigðið til að vera „búin“, ef svo mætti að orði komast. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, spurði þessarar spurningar og vísaði í svokölluð „hettusóttarpartý“, þegar foreldar létu börn sín visvitandi smitast af tiltölulega vægum sjúkdómum á borð við hettusótt og hlaupabólu til að öðlast ónæmi. „Það er mjög óráðlegt. Það stuðlar að aukinni útbreiðslu í samfélaginu og veiran hittir þá fyrir þá sem munu veikjast alvarlega og leggjast inn,“ svaraði Þórólfur. Þetta væri ekki góð hugmynd þegar allt kapp væri lagt á að draga úr þeim fjölda sem greinist með Covid-19 á hverjum degi. „Þetta hangir bara saman, útbreiðslan og hlutfallið sem þarf að leggjast inn. Það væri mjög óráðlegt á sama tíma og við erum að reyna að ná kúrfunni niður,“ sagði Þórólfur. Það væri ekki ráðlegt að halda slík „partý“ til að næla sér í ómíkrónafbrigði Covid-19. „Ég hvet engan til að fara í slík partý. Það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37 Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Sjá meira
Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. 12. janúar 2022 11:37
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29