Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 11:35 Guðmundur Ingi Þóroddsson vill þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í kosningunum í vor. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. Í tilkynningu frá Guðmundur Ingi kemur fram að fyrir um ári hafi hann boðið sig fram í forvali Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga, fengið þar mjög góða kosningu en að „utanaðkomandi öfl“ hafi komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Hann hafi svo íhugað næstu skref sín í stjórnmálunum. „Ég hef verið óviss og óttast að það sama myndi gerast ef ég ákveði að bjóða fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu, það er að segja að mér myndi ganga vel í prófkjörinu eingöngu til þess að vera kippt út á síðustu stundu. Það er mikill undirbúningur að baki slíku verkefni og ótrúlega margar klukkustundir af sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég vil ekki leggja slíkt á félaga mína og því hef ég legið lengi undir feldi. Það var á Nýársdag sem ég sá fyrst þættina ÆÐI í sjónvarpinu þar sem þrír ungir strákar, Bassi, Binni og Patrekur eru í aðalhlutverkum. Mér fannst mikið til koma og ég hreifst af hispursleysi þeirra og framtakssemi. Þeir segja það sem þeir hugsa og gera það sem það þeir vilja. Eitthvað ræddu þeir strákarnir um stjórnmál og sagðist Binni vera vinstri maður en Patrekur beygist til hægri, eða þar til hann áttaði sig á því fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun og veru. Eftir að hafa „kynnst“ þessum eðaldrengjum, með hámhorfi, þá hugsaði ég með mér hversu dásamlegt það hefði nú verið ef ég hefði haft þeirra gildi, þeirra þor og dugnað á sama aldri. Eftir síðasta þáttinn ákvað ég að liggja ekki lengur undir feldi, taka strákana í ÆÐI mér til fyrirmyndar og kýla á ákvörðun. Að þessu sögðu hef ég ákveðið að bjóða Samfylkingunni krafta mína að nýju og nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Ég geri mér von um góða niðurstöðu í prófkjörinu og hef ákveðið að stefna á þriðja sæti listans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrir á fleti eru sterkir kandídatar og barist verður um sætið. Mér hefur meira að segja verið tjáð að sætið sé frátekið fyrir aðra frambjóðendur. En ég mun ekki velta mér upp úr því, ég mun kynna fyrir hvað ég stend, þau mál sem ég brenn fyrir og þekki vel. Ég tel mig eiga góðan möguleika á þriðja sætinu enda er ávallt þörf fyrir endurnýjun í stjórnmálum, að fá fram sjónarhorn annarra og ég mun koma fram með nýja vinkla. Flestir þekkja stöðu mína í málefnum jaðarsettra og minnihlutahópa en auk þess mun ég standa með smærri fyrirtækjum og úthverfum borgarinnar enda breiðhyltingur nú, uppalinn í árbænum og Fylkismaður,“ segir í tilkynningunni. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Í tilkynningu frá Guðmundur Ingi kemur fram að fyrir um ári hafi hann boðið sig fram í forvali Samfylkingarinnar til Alþingiskosninga, fengið þar mjög góða kosningu en að „utanaðkomandi öfl“ hafi komið í veg fyrir að hann tæki sæti á lista. Hann hafi svo íhugað næstu skref sín í stjórnmálunum. „Ég hef verið óviss og óttast að það sama myndi gerast ef ég ákveði að bjóða fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu, það er að segja að mér myndi ganga vel í prófkjörinu eingöngu til þess að vera kippt út á síðustu stundu. Það er mikill undirbúningur að baki slíku verkefni og ótrúlega margar klukkustundir af sjálfboðavinnu fjölda fólks. Ég vil ekki leggja slíkt á félaga mína og því hef ég legið lengi undir feldi. Það var á Nýársdag sem ég sá fyrst þættina ÆÐI í sjónvarpinu þar sem þrír ungir strákar, Bassi, Binni og Patrekur eru í aðalhlutverkum. Mér fannst mikið til koma og ég hreifst af hispursleysi þeirra og framtakssemi. Þeir segja það sem þeir hugsa og gera það sem það þeir vilja. Eitthvað ræddu þeir strákarnir um stjórnmál og sagðist Binni vera vinstri maður en Patrekur beygist til hægri, eða þar til hann áttaði sig á því fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur í raun og veru. Eftir að hafa „kynnst“ þessum eðaldrengjum, með hámhorfi, þá hugsaði ég með mér hversu dásamlegt það hefði nú verið ef ég hefði haft þeirra gildi, þeirra þor og dugnað á sama aldri. Eftir síðasta þáttinn ákvað ég að liggja ekki lengur undir feldi, taka strákana í ÆÐI mér til fyrirmyndar og kýla á ákvörðun. Að þessu sögðu hef ég ákveðið að bjóða Samfylkingunni krafta mína að nýju og nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. Ég geri mér von um góða niðurstöðu í prófkjörinu og hef ákveðið að stefna á þriðja sæti listans. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fyrir á fleti eru sterkir kandídatar og barist verður um sætið. Mér hefur meira að segja verið tjáð að sætið sé frátekið fyrir aðra frambjóðendur. En ég mun ekki velta mér upp úr því, ég mun kynna fyrir hvað ég stend, þau mál sem ég brenn fyrir og þekki vel. Ég tel mig eiga góðan möguleika á þriðja sætinu enda er ávallt þörf fyrir endurnýjun í stjórnmálum, að fá fram sjónarhorn annarra og ég mun koma fram með nýja vinkla. Flestir þekkja stöðu mína í málefnum jaðarsettra og minnihlutahópa en auk þess mun ég standa með smærri fyrirtækjum og úthverfum borgarinnar enda breiðhyltingur nú, uppalinn í árbænum og Fylkismaður,“ segir í tilkynningunni.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira