„Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. janúar 2022 07:00 Um átta mánuðum eftir að myglusveppur kom í ljós hjá Íslandsbanka á Kirkjusandi voru allir starfsmenn komnir í nýtt húsnæði. Íslandsbanki er einn af fjölmörgum vinnustöðum sem staðið hefur frammi fyrir því að myglusveppur í húsakynnum ógnaði heilsu starfsfólks. Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka segir mikilvægt að leggja við hlustir ef starfsfólk talar um að upplifa einkenni. „Mikilvægasta aðgerðin var að upplýsa starfsfólk strax um ástand húsnæðisins og leggja öll spil á borðið,“ segir Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka þegar hann rifjar upp þá stöðu þegar Íslandsbanki stóð frammi fyrir myglusveppi í höfuðstöðvum sínum á Kirkjusandi. Um átta mánuðum eftir að myglusveppurinn fannst, var búið að flytja alla starfsmenn bankans frá Kirkjusandi og í önnur húsnæði. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um myglusvepp og áhrif hans á vinnustaði. Árin þegar að myglusveppurinn spratt fram Það var í mars árið 2016 sem fjölmiðlar fluttu fyrst fréttir af því að myglusveppur hefði fundist í húsakynnum Íslandsbanka í Kirkjusandi. Þótt það kunni að hljóma stutt síðan, hefur mikið breyst í umræðunni um myglusvepp síðan þá. Vandamálið er orðið þekktara og æ oftar heyrast fréttir um rakaskemmdir og myglu í fyrirtækjum og stofnunum. Og þar virðist enginn óhultur. Sem dæmi um vinnustaði sem fjölmiðlar hafa birt fréttir um að hafa fundið myglu eru fjölmargir skólar. Til dæmis Hagaskóli, Laugalækjaskjóli, Tækniskólinn og Fossvogsskóli. Þá hefur fundist mygla hjá fjármálaráðuneytinu og velferðaráðuneytinu. Á Bugli og á Landspítalanum. Á Alþingi. Í sex húsum Landsbankans. Í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Og á fleiri stöðum. Í umfjöllun Atvinnulífsins í gær sagði Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur hjá Eflu, meðal annars: Þeir vinnustaðir sem hafa staðið í þessum vanda hafa nefnt að rakaskemmdir og veikindi starfsmanna af þeim völdum sé ein stærsta mannauðsáskorun þeirra fyrirtækis, fyrr og síðar. Það eru í einhverjum tilfellum orð að sönnu og því mikilvægt að það séu til viðbragðsferlar.“ Hafsteinn segir bankann hafa farið í mjög markvissar aðgerðir, meðal annars fræðslu fyrir starfsfólk um myglusvepp og áhrif hans, vikulegir tölvupóstar voru sendir og fleira. Þá fékk stýrihópur mikið umboð til aðgerða og unnið var í nánu samstarfi við fagaðila.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að takast á við myglusvepp á vinnustað Atvinnulífið fékk Hafstein Bragason, mannauðstjóra Íslandsbanka, til að miðla af reynslu bankans og gefa öðrum stjórnendum góð ráð ef myglusveppur finnst. Það fyrsta sem Hafsteinn nefnir er mikilvægi þess að vinnustaðurinn ráðist í markvissar aðgerðir um leið og niðurstöður liggja fyrir um myglusvepp. „Við stofnuðum stýrihóp með starfsfólki úr ólíkum einingum bankans eins og mannauðssviði, rekstrardeild og áhættustýringu en þessi stýrihópur hafði jafnframt viðtækt umboð til að bregðast við. Umfang vandans var skilgreint og aðgerðaáætlun sett fram.“ Starfsfólk var upplýst um stöðu mála. Við héldum fjölda fræðslufundi um áhrif myglu á heilsu starfsmanna og tíðir starfsmannafundir voru haldnir. Við héldum úti vikulegum fréttapósti þar sem staða mála var kynnt miðað við aðgerðaáætlun. Við fórum í öflugt samstarf við fagaðila, annars vegar Vinnuvernd og hins vegar Eflu verkfræðistofu.“ Hafsteinn segir samstarfið við Vinnuvernd hafa snúið að heilsu og vellíðan starfsfólks. Sá hluti hafi falið í sér atriði eins og fræðslu, heilsuskimanir og almenna læknisþjónustu. Samstarfið við Eflu tengdist hins vegar húsnæðinu sjálfu þar sem ráðast þurfti í aðgerðir eins og loftgæðamælingar, ítarlegar sýnatökur, hreinsunaraðgerðir og fleira. Þá segir Hafsteinn reynslu bankans vera þá sömu og fram kom í viðtali við Sylgju Dögg í gær: Ekki allir veikjast og ekki allir finna fyrir einkennum. En sumir gera það þó. Það var auðvitað mjög einstaklingsbundið en flest starfsfólk sem fann fyrir einkennum náði sér fljótlega þegar það fóru úr mygluaðstæðum en því miður voru einstaklingar sem fundu fyrir langvarandi einkennum.“ Hafsteinn segir krísustjórnun bankans hafa haft heilsu og vellíðan starfsfólks að leiðarljósi. Mikilvægt hafi verið að upplýsingaflæði væri stöðugt og fólk fullvissað um að faglega væri staðið að öllu. Þá hafi skipt máli að vinna samkvæmt áætlun. „Það er mikilvægt í krísu sem svona að vinna eftir „áttavita“ sem hjálpar við að stilla kúrsins í ólgusjó verkefna og áreitis.“ Loks segir Hafsteinn mikilvægt að stjórnendur leggi við hlustir, ef starfsfólk nefnir einkenni. „Ég tel mikilvægt að láta starfsfólk njóta vafans, ef starfsfólk finnur til einkenna að þá færa þau strax úr aðstæðum. Heilsa og vellíðan starfsfólks er forgangsatriði.“ Heilsa Vinnustaðurinn Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. 1. desember 2021 07:01 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Um átta mánuðum eftir að myglusveppurinn fannst, var búið að flytja alla starfsmenn bankans frá Kirkjusandi og í önnur húsnæði. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um myglusvepp og áhrif hans á vinnustaði. Árin þegar að myglusveppurinn spratt fram Það var í mars árið 2016 sem fjölmiðlar fluttu fyrst fréttir af því að myglusveppur hefði fundist í húsakynnum Íslandsbanka í Kirkjusandi. Þótt það kunni að hljóma stutt síðan, hefur mikið breyst í umræðunni um myglusvepp síðan þá. Vandamálið er orðið þekktara og æ oftar heyrast fréttir um rakaskemmdir og myglu í fyrirtækjum og stofnunum. Og þar virðist enginn óhultur. Sem dæmi um vinnustaði sem fjölmiðlar hafa birt fréttir um að hafa fundið myglu eru fjölmargir skólar. Til dæmis Hagaskóli, Laugalækjaskjóli, Tækniskólinn og Fossvogsskóli. Þá hefur fundist mygla hjá fjármálaráðuneytinu og velferðaráðuneytinu. Á Bugli og á Landspítalanum. Á Alþingi. Í sex húsum Landsbankans. Í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Og á fleiri stöðum. Í umfjöllun Atvinnulífsins í gær sagði Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur hjá Eflu, meðal annars: Þeir vinnustaðir sem hafa staðið í þessum vanda hafa nefnt að rakaskemmdir og veikindi starfsmanna af þeim völdum sé ein stærsta mannauðsáskorun þeirra fyrirtækis, fyrr og síðar. Það eru í einhverjum tilfellum orð að sönnu og því mikilvægt að það séu til viðbragðsferlar.“ Hafsteinn segir bankann hafa farið í mjög markvissar aðgerðir, meðal annars fræðslu fyrir starfsfólk um myglusvepp og áhrif hans, vikulegir tölvupóstar voru sendir og fleira. Þá fékk stýrihópur mikið umboð til aðgerða og unnið var í nánu samstarfi við fagaðila.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Að takast á við myglusvepp á vinnustað Atvinnulífið fékk Hafstein Bragason, mannauðstjóra Íslandsbanka, til að miðla af reynslu bankans og gefa öðrum stjórnendum góð ráð ef myglusveppur finnst. Það fyrsta sem Hafsteinn nefnir er mikilvægi þess að vinnustaðurinn ráðist í markvissar aðgerðir um leið og niðurstöður liggja fyrir um myglusvepp. „Við stofnuðum stýrihóp með starfsfólki úr ólíkum einingum bankans eins og mannauðssviði, rekstrardeild og áhættustýringu en þessi stýrihópur hafði jafnframt viðtækt umboð til að bregðast við. Umfang vandans var skilgreint og aðgerðaáætlun sett fram.“ Starfsfólk var upplýst um stöðu mála. Við héldum fjölda fræðslufundi um áhrif myglu á heilsu starfsmanna og tíðir starfsmannafundir voru haldnir. Við héldum úti vikulegum fréttapósti þar sem staða mála var kynnt miðað við aðgerðaáætlun. Við fórum í öflugt samstarf við fagaðila, annars vegar Vinnuvernd og hins vegar Eflu verkfræðistofu.“ Hafsteinn segir samstarfið við Vinnuvernd hafa snúið að heilsu og vellíðan starfsfólks. Sá hluti hafi falið í sér atriði eins og fræðslu, heilsuskimanir og almenna læknisþjónustu. Samstarfið við Eflu tengdist hins vegar húsnæðinu sjálfu þar sem ráðast þurfti í aðgerðir eins og loftgæðamælingar, ítarlegar sýnatökur, hreinsunaraðgerðir og fleira. Þá segir Hafsteinn reynslu bankans vera þá sömu og fram kom í viðtali við Sylgju Dögg í gær: Ekki allir veikjast og ekki allir finna fyrir einkennum. En sumir gera það þó. Það var auðvitað mjög einstaklingsbundið en flest starfsfólk sem fann fyrir einkennum náði sér fljótlega þegar það fóru úr mygluaðstæðum en því miður voru einstaklingar sem fundu fyrir langvarandi einkennum.“ Hafsteinn segir krísustjórnun bankans hafa haft heilsu og vellíðan starfsfólks að leiðarljósi. Mikilvægt hafi verið að upplýsingaflæði væri stöðugt og fólk fullvissað um að faglega væri staðið að öllu. Þá hafi skipt máli að vinna samkvæmt áætlun. „Það er mikilvægt í krísu sem svona að vinna eftir „áttavita“ sem hjálpar við að stilla kúrsins í ólgusjó verkefna og áreitis.“ Loks segir Hafsteinn mikilvægt að stjórnendur leggi við hlustir, ef starfsfólk nefnir einkenni. „Ég tel mikilvægt að láta starfsfólk njóta vafans, ef starfsfólk finnur til einkenna að þá færa þau strax úr aðstæðum. Heilsa og vellíðan starfsfólks er forgangsatriði.“
Heilsa Vinnustaðurinn Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. 1. desember 2021 07:01 Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00 Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02 Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Vinnan þarf helst að auka lífsgæði starfsmanna „Vinnuvernd snýst um að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem starfsfólk getur stundað sína vinnu á þann hátt að þeir hljóti ekki skaða af og að helst stuðli vinnan frekar að því að auka lífsgæði starfsmanna,“ segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærni verkfræðingur hjá Mannvit. 1. desember 2021 07:01
Heilsa starfsfólks: Stjórnarhættir, hreyfing, mataræði og áfengi meðal viðmiða „Viðmiðin skiptast í átta flokka eða gátlista sem snúa að vinnuumhverfi, umhverfi, starfsháttum, stjórnunarháttum, vellíðan, hreyfingu og útiveru, mataræði og áfengi og öðrum vímuefnum,“ segir Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri hjá VIRK um viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði sem kynnt voru formlega í gær. 8. október 2021 07:00
Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar „Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu. 18. mars 2021 07:02
Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Fagleg heilsa, félagsleg heilsa, líkamleg heilsa, andleg heilsa og fleira. Allt eru þetta flokkar sem skipta máli þegar hugað er að líðan starfsfólks á vinnustöðum. 23. september 2020 15:31
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01