Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2022 14:03 Fyrrverandi stuðningsmaður flokks Ingu Sæland segir framkomu hennar ekki sæma þingmanni. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu
Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira