„Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 12:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10
Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48