„Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2022 12:48 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, segir að næstu dagar séu krítískir í kórónuveirufaraldrinum. Hann er þó bjartsýnn á stöðuna. Forsætisráðherra telur að janúar og febrúar verði þungir, en svo fari að létta til. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að gildandi samkomutakmarkanir yrðu framlengdar óbreyttar um þjár vikur. Hann og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu við fréttamenn að loknum fundi. „Það eru mjög krítiskir dagar hér framundan. Við þurfum að vakta stöðuna. Við ræddum það vel hér í ríkisstjórn og mikil samstaða um það að við verðum að vera tilbúin til að styðja við og standa með heilbrigðiskerfinu. Þetta er auðvitað álag ofan í álag,“ sagði Willum Þór. Staðfesti hann að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði ekki til hertar aðgerðir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra, ríkisstjórnin hafi samþykkt tillögur hans í einu og öllu, samhljóða. Ítrekaði Willum Þór að álagið á Landspítalanum væri mikið, og að meta þyrfti stöðuna á ný myndi róðurinn þyngjast þar enn frekar. „Þetta heldur, Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi, en við þurfum svolítið að meta með okkar helstu sérfræðingum og sóttvarnalækni hvernig þróunin verður næstu daga, hvort að taka þurfi einhverjar breytingar á takmörkunum,“ sagði Willum Þór. Sagðist hann vona að takmarkanirnar sem eru í gildi myndu duga til að hemja faraldurinn. „Við erum að vonast til að með minni samgangi þá fari þetta að ganga niður en við verðum að vakta það með sóttvarnalækni.“ Janúar og febrúar þungir en svo fari að birta til Katrín lagði í máli sínu áherslu á gögn væru að sýna að ómíkronafbrigðið væri vægar en önnur. „Ég held að við þurfum að taka á okkar stóra okkar enn um sinn. Við erum að framlengja þessar aðgerðir núna vegna þess að álagið er mikið á okkar innviði en góðu tíðindin eru þau að við erum að sjá fleiri og fleiri gögn renna stöðum undir það að það er miklu lægra hlutfall þeirra sem smitast af ómíkron sem leggst inn á spítala, miklu lægra hlutfall sem er að veikjast alvarlega,“ sagði Katrín. Aðspurð um hvernig hún mæti stöðuna næstu vikur og mánuði mátti greina ákveðna svartsýni til skemmri tíma en bjartsýni til lengri tíma. Álagið á Landspítalanum væri mikið og að standa þyrfti með þeim sem standa vaktina á heilbrigðisstofnunum landsins. „Þessi mánuður og sá næsti, þeir verða þungir. Svo held ég að við getum farið að horfa fram á bjartari tíma. Bæði vegna örvunarbólusetninga, vegna fleiri einstaklinga sem eru að fá bólusetningu og auðvitað með fleiri smitum þá eykst líka viðnámsþróttur samfélagsins,“ sagði Katrín. Willum Þór sagðist einnig vera bjartsýnn á það að mögulega væri farið að glitta í endann á faraldrinum. „Ég er bjartsýnn, ég er það vegna þess að okkar helstu sérfræðingar á þessu sviði, sóttvarnarsviði, eru bjartir á það að við séum farin að sjá hylla í það með veiku afbrigði veirunnar að við séum farin að sjá ljósið fyrir enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10 Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Óbreyttar reglur næstu þrjár vikurnar Gildandi samkomutakmarkanir verða framlengdar óbreyttar um þrjár vikur. 11. janúar 2022 12:10
Um tólf hundruð greindust innanlands í gær 1.191 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 41 greindist á landamærum. 11. janúar 2022 11:48