Tiana Ósk „dustaði af sér rykið“ eftir meiðsli og fór vel af stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2022 15:31 Tiana Ósk Whitworth byrjaði keppnistímabilið og um leið árið vel. Instagram/@tianaaosk Frjálsíþróttaáhugafólk gladdist yfir endurkomu spretthlauparans Tiönu Óskar Whitworth inn á keppnisvöllinn á innanfélagsmóti Reykjavíkurfélagana um síðustu helgi. Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk) Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira
Það var ekki aðeins ánægjulegt að sjá Tiönu keppa heldur kom hún sterk til baka úr meiðslum. Tiana Ósk kom í mark í 60 metra hlaupi á tímanum 7,54 sekúndum sem er þriðji besti tíminn hennar á ferlinum. Tiana á best 7,47 sekúndna hlaup frá 2018. „Það var geggjaður fílingur í mér um helgina! Vissi að ég væri komin í gott form svo það var bara að dusta af sér rykið og byrja þetta! Alltaf smá stress í kringum fyrsta hlaup svo það var frábært að ná góðum tíma og stefni bara á að halda áfram að hlaupa hratt,“ sagði Tiana Ósk Whitworth í viðtali við heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) var einnig meðal keppenda á innanfélagsmóti Reykjarvíkurliðana. Hún kastaði lengst 16,46 metra sem er annar besti árangur hennar í kúluvarpi innanhúss. Hlynur Andrésson (ÍR) hljóp á sínum besta tíma frá upphafi í 10 kílómetra götuhlaupi í Valencia á sunnudaginn. Hann kom í mark á tímanum 29:24 mínútum og hafnaði í 49. Sæti. Hlynur er fluttur til Ítalíu og er þjálfarinn hans Ítalinn Stefano Baldini, fyrrum ólympíumeistari í maraþoni. Hlynur er að stefna á lágmark á EM í München í tíu þúsund metra hlaupi. Lágmarkið er 28:15,00 mín. en Íslandsmet hans í greininni er 28:55,47 mín. sem hann setti á European 10.000m Cup i fyrra. Þann 3. desember kepptu þeir Baldvin Þór Magnússon (UFA) og Óliver Máni Samúelsson (Ármann) á GVSU Holiday Open í Allendale, Michigan. Baldvin hljóp á besta tíma frá upphafi í 5000 metra hlaupi innanhúss. Hann kom annar í mark á tímanum 13:41,39 mín. en þar sem brautin er 300 metrar, (oversized track) er þetta ekki Íslandsmet. Óliver varð annar í 200 metra hlaupi á persónulegri bætingu 22,17 sek. en hann átti áður 22,47 sek. Óliver var einnig nálægt sínu besta í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,10 sek. en hann á best 7,07 sek. Óliver er í Hillsdale College í Michigan fylki ásamt Degi Andra Einarssyni. View this post on Instagram A post shared by Tiana O sk (@tianaaosk)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Sjá meira