Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 21:44 Arnar Þór Jónsson er lögmaður frjálsu félagasamtakanna Frelsi og ábyrgð. Vísir/ÞÞ Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins, sem birtur var á vefsíðu stjórnarráðsins, segir að kæran hafi borist þann 3. janúar síðastliðinn. Með henni var þess krafist „að ráðherra leggi fyrir Lyfjastofnun að afturkalla án tafar skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefnið Comirnaty fyrir 5-11 ára börn.“ Undir kærubréfið skrifar varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson, fyrir hönd samtakanna. Kærandi, Frelsi og ábyrgð, byggði málatilbúnað sinn á ákvæði lyfjalaga sem kveður á um að Lyfjastofnun skuli afturkalla, fella niður tímabundið eða breyta markaðsleyfi lyfs ef talið er að sambandið milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins sé ekki hagstætt. Í kærunni segir að framleiðandi bóluefnisins hafi þegar staðfest að nauðsynlegt sé að þróa nýtt bóluefni við Covid-19 vegna tilkomu ómíkron-afbrigðis þess. Þórólfur Guðnason sagði í pistli á Covid.is í gær að þau bóluefni sem nú eru í notkun veiti vernd gegn ómíkron líkt og öðrum afbrigðum. Þá er því einnig haldið fram í kærunni að margir sérfræðingar telji að ekki eigi að bólusetja börn gegn Covid-19 vegna þess að lyfið sé ekki rannsakað nægilega vel. Í Pallborðinu á Vísi í fyrradag ræddu sérfræðingarnir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir og Ingileif Jónsdóttir, prófessor í læknisfræði, bólusetningu barna og tilgang hennar. Þau sammældust um að ganglegt væri að bólusetja börn til að vernda þau gegn smiti og alvarlegum veikindum. Frelsi og ábyrgð ekki aðili að leyfisveitingu Í niðurstöðum ráðuneytisins segir að samtökin Frelsi og ábyrgð hafi engra lögvarinna hagsmuna að gæta af veitingu markaðsleyfis fyrir bóluefni Pfizer. Það sé mat ráðuneytisins að samtökin geti því ekki verið aðili að stjórnsýslukæru um leyfisveitinguna. Þá er einnig tekið fram að ákvörðun um að draga ekki til baka leyfisveitingu sé ekki eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Því sé hún ekki kæranlega til ráðuneytisins með vísan til stjórnsýslulaga. Af ofangreindum ástæðum var kærunni vísað frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira