„Ég held að þetta geti orðið hörð barátta“ Snorri Másson skrifar 10. janúar 2022 11:59 Dagur B. Eggertsson vill verða borgarstjóri þriðja kjörtímabilið í röð. Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson hefur setið lengur í borgarstjórn en nokkur annar sem situr þar nú. Hann hefur verið borgarfulltrúi í 20 ár og þar af átta ár borgarstjóri, og nú segist hann ekki geta hætt við hálfklárað verk. Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Varstu efins? „Ég hef alltaf gefið mér tíma til að velta því fyrir mér fyrir hverjar kosningar hvort ég eigi að halda áfram. Því mér finnst stjórnmálaþátttaka í eðli sínu vera tímabundið verkefni. Þannig að ég fór í gegnum þetta alveg frá grunni og ef ég hefði ekki skynjað ríkan stuðning eða þá efasemdir um að það væri þörf á minni reynslu og þeirri framtíðarsýn og ástríðu sem ég hef fyrir þessu, hefði ég ekki hikað við að láta gott heita. En ég ætla að taka slaginn,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hér má sjá viðtalið við borgarstjóra í heild: Meirihlutasamstarfið á kjörtímabilinu með Pírötum, Vinstri grænum og Viðreisn hafi gengið vel og fái það umboð til að sitja áfram sér Dagur fyrir sér að endurtaka leikinn. „Ég held að þetta geti orðið hörð barátta en ég býst við að hún verði líka stutt og snörp. Það er stutt frá Alþingiskosningum og kannski erum við að fara að sjá borgarstjórnarslag sem verður kannski fyrst og fremst eftir páska og fram á vor. En í mínum huga er kosningabarátta alltaf skemmtileg og spennandi.“ Eyþór Arnalds hyggst ekki halda áfram fyrir Sjálfstæðisflokk en Hildur Björnsdóttir sækist eftir því að verða oddviti. „Ég hef ákveðið að blanda mér ekkert í innanbúðarátök í Sjálfstæðisflokknum. Það er hins vegar ljóst að þetta verður sjöundi nýi oddvitinn sem ekki hefur farið í tvennar kosningar hjá sjálfstæðisflokknum nú í vor. Það verður bara að koma í ljós hver það verður. Mín ákvörðun snýst alla vega engan veginn um það, heldur framtíð borgarinnar,“ segir Dagur. Aðspurður segir Dagur heilsuna góða, en hann greindist með fylgigigt fyrir nokkrum árum. „Já, sem betur fer með hjálp læknavísindanna, þá er ég á mínum lyfjum. Það hefur gengið vel undanfarin ár. Þannig að það er bara hugur í mér. Fullur af orku,“ segir Dagur.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Sjá meira
Dagur áfram í pólitíkinni Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu. 10. janúar 2022 08:18