Viðtalið við Söru sem gerði Snorra Barón orðlausan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2022 09:01 Sara Sigmundsdóttir og umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson. Instagram/@snorribaron Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er nú orðin dæmisaga um hvernig er hægt að takast á við stór áföll og erfið meiðsli. Viðbrögð Söru við mesta áfalli ferilsins hafa vakið mikla athygli. Umboðsmaður hennar er vanur að geta tjáð sig vel en átti erfitt með að finna orðin til að lýsa framgöngu sinnar konu í erfiðustu viku ferilsins. Besti mælikvarðinn á andlegan styrk er þegar viðkomandi lendir í miklu mótlæti og eitt það erfiðasta fyrir íþróttafólk er að meiðast illa. Það er alltaf hægt að bæta fyrir tap eða slæmt mót í því næsta en meiðsli geta endað drauma og keppnistímabil snögglega. Það er á slíkri stundu sem Sara sýndi mikinn andlegan styrk. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, er mjög stoltur af sinni konu og að henni hafi tekist að komast aftur á keppnisgólfið átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hann bendir sérstaklega á viðtal við Söru sem var tekið aðeins innan við viku eftir að hún sleit krossband rétt fyrir að tímabilið átti að byrja. Sara ætlaði sér stóra hluti á 2021 keppnistímabilinu og var til alls líkleg. Það var mikið áfall að slíta krossbandið og vita af því að allt tímabilið væri farið út gluggann og fram undan væri krefjandi endurhæfing í að minnsta kosti sex mánuði og andlegt stríð við að þora að láta reyna fyrir alvöru á skrokkinn að nýju. Einfaldlega sögulegt viðtal Snorri Barón deildi viðtalinu við Söru frá því í marsmánuði 2021 á síðu sinni og sagði frá sínu sjónarhorni á það hvernig Sara gat tekist á við áfallið sitt með svo miklum glæsibrag. „Ég er búinn að horfa á viðtalið aftur. Þegar ég set það í samhengi við allt það sem hefur gerst síðan þá er þetta einfaldlega sögulegt viðtal. Þetta er viðtal sem getur hvatt alla til dáða í að halda baráttu sinni áfram. Að gefast ekki upp sama hversu erfiðir hlutirnir eru eða hversu ósanngjörn og ömurleg staðan er,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. View this post on Instagram A post shared by Joseph Somakian (@lifeofjosii) Var í herberginu með henni „Ég minnist þess að hafa verið í herberginu þegar þau mynduðu viðtalið og var einfaldlega orðlaus eftir að hafa hlustað á Söru lýsa því hvernig hún hugsaði og sá fyrir sér þetta risastóra verkefni sem beið hennar. Þrátt fyrir að þetta var myndað innan við viku eftir að hún meiddist sig þá var hún þegar búin að plana hlutina og hvernig hún ætlaði að halda áfram. Það er þetta sem Sara Sigmundsdóttir stendur fyrir. Hún eyðir ekki tíma eða gerir áskoranir sínar dramatískari en þær eru. Hún byrjar bara vinnuna,“ skrifaði Snorri Barón. „Hún gerði allt það sem hún sagðist ætla að gera. Hún hélt leið sinni áfram, var þolinmóð, sýndi aga og sama hvað lífið færði henni þá var hún yfirveguð og ákveðin að klára verkefnið,“ skrifaði Snorri Ótrúlega stoltur af henni „Ég vil að það sé algjörlega á hreinu að ég er að pósta þessu af því að ég er ótrúlega stoltur af henni og hvernig hún hefur tekist á við og komist yfir allar þær áskoranir sem hún hefur mætt undanfarið ár. Ég trúi því með öllu hjarta að vandamálin séu nú í baksýnisspeglinum og að árið 2022 verði frábært ár fyrir hana,“ skrifaði Snorri eins og sjá má hér fyrir ofan ásamt viðtalinu magnaða. CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
Viðbrögð Söru við mesta áfalli ferilsins hafa vakið mikla athygli. Umboðsmaður hennar er vanur að geta tjáð sig vel en átti erfitt með að finna orðin til að lýsa framgöngu sinnar konu í erfiðustu viku ferilsins. Besti mælikvarðinn á andlegan styrk er þegar viðkomandi lendir í miklu mótlæti og eitt það erfiðasta fyrir íþróttafólk er að meiðast illa. Það er alltaf hægt að bæta fyrir tap eða slæmt mót í því næsta en meiðsli geta endað drauma og keppnistímabil snögglega. Það er á slíkri stundu sem Sara sýndi mikinn andlegan styrk. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, er mjög stoltur af sinni konu og að henni hafi tekist að komast aftur á keppnisgólfið átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hann bendir sérstaklega á viðtal við Söru sem var tekið aðeins innan við viku eftir að hún sleit krossband rétt fyrir að tímabilið átti að byrja. Sara ætlaði sér stóra hluti á 2021 keppnistímabilinu og var til alls líkleg. Það var mikið áfall að slíta krossbandið og vita af því að allt tímabilið væri farið út gluggann og fram undan væri krefjandi endurhæfing í að minnsta kosti sex mánuði og andlegt stríð við að þora að láta reyna fyrir alvöru á skrokkinn að nýju. Einfaldlega sögulegt viðtal Snorri Barón deildi viðtalinu við Söru frá því í marsmánuði 2021 á síðu sinni og sagði frá sínu sjónarhorni á það hvernig Sara gat tekist á við áfallið sitt með svo miklum glæsibrag. „Ég er búinn að horfa á viðtalið aftur. Þegar ég set það í samhengi við allt það sem hefur gerst síðan þá er þetta einfaldlega sögulegt viðtal. Þetta er viðtal sem getur hvatt alla til dáða í að halda baráttu sinni áfram. Að gefast ekki upp sama hversu erfiðir hlutirnir eru eða hversu ósanngjörn og ömurleg staðan er,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. View this post on Instagram A post shared by Joseph Somakian (@lifeofjosii) Var í herberginu með henni „Ég minnist þess að hafa verið í herberginu þegar þau mynduðu viðtalið og var einfaldlega orðlaus eftir að hafa hlustað á Söru lýsa því hvernig hún hugsaði og sá fyrir sér þetta risastóra verkefni sem beið hennar. Þrátt fyrir að þetta var myndað innan við viku eftir að hún meiddist sig þá var hún þegar búin að plana hlutina og hvernig hún ætlaði að halda áfram. Það er þetta sem Sara Sigmundsdóttir stendur fyrir. Hún eyðir ekki tíma eða gerir áskoranir sínar dramatískari en þær eru. Hún byrjar bara vinnuna,“ skrifaði Snorri Barón. „Hún gerði allt það sem hún sagðist ætla að gera. Hún hélt leið sinni áfram, var þolinmóð, sýndi aga og sama hvað lífið færði henni þá var hún yfirveguð og ákveðin að klára verkefnið,“ skrifaði Snorri Ótrúlega stoltur af henni „Ég vil að það sé algjörlega á hreinu að ég er að pósta þessu af því að ég er ótrúlega stoltur af henni og hvernig hún hefur tekist á við og komist yfir allar þær áskoranir sem hún hefur mætt undanfarið ár. Ég trúi því með öllu hjarta að vandamálin séu nú í baksýnisspeglinum og að árið 2022 verði frábært ár fyrir hana,“ skrifaði Snorri eins og sjá má hér fyrir ofan ásamt viðtalinu magnaða.
CrossFit Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira