Ása greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni og segir þau hafa nýtt dagana vel í að kynnast nýja fjölskyldumeðlimnum. „Ég og Leo erum full af gleði og þakklæti.“
Drengurinn fær nafnið Atlas Alsved. Hann kom í heiminn eftir 45 klukkustunda fæðingu sem endaði með bráðakeisara.
Ása er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur 523 þúsund fylgjendur á miðlinum þar sem hún deilir gjarnan ljósmyndum frá ferðalögum sínum. Hún hefur ferðast um allan heim og komið til 53 landa á ferli sínum.
Eva Laufey settist niður með Ásu og fékk að heyra hvernig þetta ævintýri byrjaði í Íslandi í dag á Stöð 2 árið 2019.