Þarf ég að biðjast vægðar? Ingvar Arnarson skrifar 9. janúar 2022 15:00 Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingvar Arnarson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef fylgst vel með baráttu Arnars Þórs, hæstaréttarlögmanns, fyrrverandi dómara og varaþingmanns sjálfstæðisflokksins. Mér finnst mikilvægt að allar skoðanir komi fram og að við temjum okkur gagnrýna hugsun. Það sem truflar mig þó mest er tónninn sem er sendur til opinberra starfsmanna í bréfi sem hann sendi fyrir hönd samtakanna Frelsi og ábyrgð. Það að opinberir starfsmenn séu gerðir ábyrgir fyrir ákvörðunum sem þeir hafa ekki ákvörðunarvald yfir er að mínu mati barnaleg nálgun. Það að gera opinbera starfsmenn á einhvern hátt ábyrga þegar að kemur að vali foreldra um bólusetningu barna sinna er algjörlega út í hött. Allur þessi áróður er settur fram í nafni frelsis, en frelsis hverra. Þeirra sem vilja svipta foreldra frelsi til að láta bólusetja börn sín eða frelsi þeirra sem vilja banna foreldrum að láta bólusetja börn sín. Koma í veg fyrir að þú hafir val. Það er algjörlega óumdeilt að foreldrar hafa frelsi þegar að kemur að bólusetningu barna, það er alveg ljóst. En þó er til fólk sem vill svipta foreldra því frelsi. Og það í nafni frelsis. (Hvað eru mörg frelsi í því?) Nú hef ég unnið í tæp tuttugu ár við að kenna börnum og ungmennum líkamsrækt og hreyfingu, mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega. Hreyfingu fylgir jafnan áhætta á meiðslum og er þ.a.l. mikilvægt að kenna réttar aðferðir líkamsræktar og hreyfingu til að koma í veg fyrir líkamstjón. Allt það sem ég hef kennt er byggt á rannsóknum, þó svo að það séu til efasemdarraddir um ávinning af slíku að þá hef ég jafnan bent mínum nemendum á mismunandi rannsóknir sem tengjast hreyfingu. Mikill meirihluti þeirra rannsókna sýna fram á að ávinningur af hreyfingu sé meiri en áhættan af líkamstjóni. Nú bíð ég spenntur eftir hótunarbréfi vegna framgöngu minnar sem opinber starfsmaður fyrir slíka kennslu og vegna hvatningar til hreyfingu, þar sem að mínir nemendur hafa mögulega orðið fyrir líkamstjóni við það að viðhalda og bæta sína heilsu með hreyfingu. Vona svo innilega að það verði einhver þarna úti sem í nafni frelsis hóti mér ákæru fyrir þá vinnu sem ég hef unnið út frá vísindalegum rannsóknum. Í allri þessari umræðu má ekki gleymast að stærstu framfaraskref í lýðheilsu mannkyns eru vegna aukins hreinlætis, hreyfingar og bólusetninga. Væri fróðlegt að sjá hver meðallífaldur væri án þessara þátta. Þó svo að mér sé ofboðið vegna framgöngu varaþingmanns sjálfstæðisflokksins í þessu máli að þá finnst mér mikilvægt að allar skoðanir komi fram, skoðun hans og fleiri eiga fullan rétt á sér líkt og skoðanir annarra. Þess vegna er mikilvægt að við höldum vel í það að kenna gagnrýna hugsun, það er eitt það mikilvægasta sem við höfum. Ég hvet þá sem gáfu sér tíma til að lesa þessa grein til að kynna sér rannsóknir á ávinning hreyfingar og bólusetninga og í framhaldi að taka upplýsta ákvörðun um hvort slíkt sé eitthvað sem gagnist ykkur. Höfundur er framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun