„Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2022 12:12 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra væntir þess að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um næstu aðgerðir innanlands seinni partinn í dag eða á morgun. Hann segir ljóst að farið sé að hrikta í stoðum og starfsemi samfélagsins og að aukinn samgangur auki líkur á enn frekari útbreiðslu Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Núgildandi aðgerðir falla úr gildi á miðvikudag en þær kveða meðal annars á um tuttugu manna samkomutakmarkanir. Þær tóku gildi á Þorláksmessu en engu að síður hefur útbreiðsla kórónuveirunnar aldrei verið meiri en nú eru um tuttugu þúsund manns í einangrun eða sóttkví. 915 greindust með Covid19 innanlands í gær og 198 á landamærunum. Tveir létust af völdum Covid19 í gær. „Þegar við erum komin með hátt í 20 þúsund manns þá fer að hrikta í stoðum og starfsemi í víða í samfélaginu. Þannig að þetta er svolítið farið að bíta í skottið á sér. Við héldum nokkra samráðsfundi með ráðherrum og fólki víða að, meðal annars úr atvinnulífinu, og það varð eitthvað að gera,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í Sprengisandi í morgun. Willum vísaði þar til breytinga sem gerðar voru í vikunni; styttingu á sóttkví og að heimila fólki að útskrifa sig sjálft úr einangrun. Ljóst sé þó að takmarkanir í samfélaginu séu nauðsynlegar. „Því meiri samgangur, því meiri útbreiðsla. Og þá fyllast þessi helstu tæki okkar. Nú er bara staðan þessi og þá reynum við að bregðast við, en með mati okkar bestu sérfræðinga sem við höfum þegið ráð frá allan tímann og góð ráð.“ Minnisblaðið fer fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en Willum telur ástæðu til að fela þinginu aukið hlutverk í þessum efnum. „Við höfum ekki farið með þetta í þingið nema í sérstakri umræðu og skýrslugjöf en ég held að fram veginn hljótum við að horfa til þess að þingið fái aukið hlutverk og vægi í þessa umræðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira