Dæmi um að ekki takist að útskrifa fólk vegna álags Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:35 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að ekki hafi tekist að útskrifa fólk úr einangrun á sjöunda degi sökum álags á covid-göngudeildinni, að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum. Hann segir stöðuna á Landspítalanum sjaldan hafa verið þyngri en nú. „Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Göngudeildin, eins og aðrir, hefur verið undir miklu álagi og það er verið að reyna að útskrifa eins hratt og hægt er. En í einhverjum tilfellum eru dæmi um að fólk hefur ekki útskrifast fyrr en á áttunda, níunda eða jafnvel tíunda degi. Í flestum tilfellum hefur það þó verið fólk sem er undir einhvers konar eftirliti,” segir Víðir. Hins vegar sé verið að vinna í því að gera kerfið skilvirkara, en líkt og staðan er nú er fólk í einangrun þar til það fær tilkynningu frá göngueildinni um útskrift. Sömuleiðis hefur borið á því að fólki gengur illa að ná inn hjá Heilsuveru og Covid.is og stundum tekur það einhverja daga að fá svör við fyrirspurnum sem þangað berast. „Álagið á þessa samskiptamiðla hefur margfaldast á mjög stuttum tíma. Þeir sem við erum í samstarfi við, eins og Heilsuvera, Læknavaktin og Covidspjallið, þar hafa beiðnir um upplýsingar nánast tvöfaldast á einni viku. Til dæmis á Læknavaktinni fóru þær úr 800 í 1500 á sólarhring og eiginlega meira hjá Heilsuveru og á Covidspjallinu. Við erum búin að bæta í mannskap alls staðar til þess að reyna að mæta þessu en það hefur bara ekki dugað alveg til,” segir Víðir. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæsu höfuðborgarsvæðisins tekur undir þetta og segir að á undanförnu ári hafi fyrirspurnir til Heilsuveru tífaldast. „Það er gríðarlegt álag, á Mínar síður á Heilsuveru og á netspjallið, en þar er svarað allan daginn og langt fram á kvöld,” segir hún og bætir við að verið sé að samþætta samskiptamiðla til að bæta þjónustuna. 1242 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 198 á landamærunum. 9.745 sjúklingar eru í Covid göngudeild spítalans, þar af 2.393 börn. Þá eru 38 inniliggjandi á Landspítala með Covid19, þar af átta á gjörgæslu og sex þeirra í öndunarvél. Víðir hefur miklar áhyggjur af spítalanum. „Staðan þar er orðin mjög erfið og sennilega sjaldan í faraldrinum verið jafn erfið og hún er, farið úr því að vera 23 inniliggjandi í 38 á örfáum dögum, og það leggjast inn fimm til sex nýir á hverjum degi, en sem betur fer útskrifast einhverjir á móti. En við heyrum að þetta hefur gríðarleg áhrif,” segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira