Dásama áfengislausan lífsstíl: Betri svefn, minni kvíði og fullkomin stjórn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. janúar 2022 09:00 Eva, Garpur og Natalie drekka ekki áfengi. stöð2 Fulltrúar sem fréttastofa ræddi við sem ýmist hafa aldrei drukkið áfengi eða hættu að drekka á miðjum aldri segja ótal kosti fólgna í áfengislausum lífsstíl. Þau segja að betri svefn, minni kvíði og fullkomin stjórn einkenni líf án áfengis. Eftir allt jóla- og áramótasukkið velta eflaust einhverjir því fyrr sér hvort að líf án áfengis væri góð hugmynd. Áfengi er stór hluti af menningu okkar Íslendinga en þó ekki allra. Við ræddum við þrjá sem tóku ákvörðun um að drekka aldrei vín eða að hætta að drekka á miðjum aldri. „Ég ákvað að hætta að drekka þegar ég fékk mjög mikið af stórum og erfiðum verkefnum í fangið og það var mín upplifun að ég gæti ekki tekist á við þau nema vera án áfengis og með hausinn fullkomlega í lagi og skýran,“ sagði Natalie G. Gunnarsdóttir, nemi og stuðningsfulltrúi. Betri svefn og minni kvíði Hún segir ótal kosti við áfengislausan lífsstíl. Þar á meðal betri líðan. Hefur þetta áhrif á stress, kvíða og svefn? „Já ég myndi segja allt. Sérstaklega með kvíðann. Ég finn rosalega mikinn mun á kvíða og stressi og svefni, bara með því að fjarlægða áfengi úr mínu lífi þá breyttust hlutirnir án þess að það væri endilega ætlunin það bara gerðist. Það var óvænt ánægja.“ Natalie G. Gunnarsdóttirstöð2 Eva Ruza hefur aldrei smakkað sopa af áfengi. „Ég veit ekki einu sinni hvernig froðan á bjór á er á bragðið. Ég finn lykt af rauðvíni og hvítvíni og mig langar ekki einu sinni að setja tunguna í þetta,“ sagði Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur. Traustið frá mömmu og pabba hafði vægi Hún segir að þegar hún hafi verið unglingur hafi hún ekki þorað að smakka áfengi en þegar tíminn leið og löngunin kom ekki tók hún ákvörðun um að drekka aldrei. „Mamma og pabbi treystu mér fyrir bílnum. Leyfðu mér að fá bílinn og svo byrjaði maður að fara í bæinn og mér fannst svo geggjað að þegar ég var orðin þreytt þá fór ég heim og vaknaði svo hress daginn eftir. Ég held að þetta traust frá mömmu og pabba, að gefa mér lyklana að bílnum og treysta mér hafi ýtt undir að ég vildi standa mig fyrir þeim. Sýna þeim að þau geti treyst mér.“ Engar stelpur, enginn bjór og ekkert tóbak Garpur hefur eins og Eva aldrei smakkað sopa af áfengi og ástæðan er helst heldur óvenjulegur samningur sem hann gerði við bróður sinn þegar þeir voru ellefu ára. „Við ætluðum aldrei að drekka, aldrei að reykja og aldrei vera með stelpum og þetta var mjög heilagur díll sem við gerðum,“ sagði Garpur Ingason Elísabetarson, kvikmyndagerðarmaður Raunar svo heilagur að þegar bróðirinn eignaðist kærustu þá þorði hann ekki að segja Garpi frá því. „Svo byrja allir að drekka í grunnskóla og menntaskóla og ég fékk ekki áhuga á því. Ég veit ekki hvort það hefði breyst ef að við hefðum ekki verið tveir í þessu en það var aldrei þannig að það togaði og þó það hafi verið hópþrýstingur þá hafði það engin áhrif.“ Garpur Ingason Elísabetarson.stöð2 Full stjórn, betri húð og heilbrigði kostir Öll segja þau kostina við áfengislausan lífsstíl ótal marga. „Mér finnst best við það að vera án áfengis að hafa fulla stjórn á hlutunum og hafa stjórn á lífinu í kringum mig af því að ég upplifi stjórnleysi þegar ég er að drekka,“ sagði Natalie. „Ég veit ekki einu sinni hver kosturinn er við að drekka. Maður getur talað um peninga sem maður sparar en þeir fara í aðra vitleysu hjá mér en ég held að það sé hollt að sleppa því að drekka,“ sagði Garpur. „Það skýrist rosa margt. Ekki það að ég hafi beint tekið eftir því en það er eins og að hlutirnir verði skýrari. Eins og að maður fari úr túpusjónvarpi í háskerpu,“ sagði Natalie. „Ég vissi alltaf hvað ég var að gera. Ég hef alltaf verið dugleg að hreyfa mig og hugsa vel um hvað ég borða og hugsa um mig og eftir því sem maður eldist þá fer þetta hryllilega vel með húðina að drekka ekki áfengi. Kostirnir verða fleiri og fleiri eftir því sem maður eldist. Það verður allt auðveldara,“ sagði Eva. Eva Ruza.Stöð2 Hún segir að margir fyllist forvitni þegar hún greinir frá því að hún drekki ekki. „Mér finnst ótrúlega fyndið að fólk gerir sjálfkrafa ráð fyrir því að ég sé búin að fara í meðferð. Að það sé ástæðan fyrir því að ég drekki ekki og af því að ég hef átt við vandamál að stríða og hafi ekki höndlað drykkjuna. En ekki að það hafi verið mín ákvörðun þegar ég var yngri að drekka ekki,“ sagði Eva. Þá hvetja þau þá sem langar til þess að lifa án áfengis til þess að prufa það. „Ég held að það kæmi mörgum skemmtilega á óvart hvað hlutirnir verða öðruvísi án þess að geta sett puttann á það hvað það er,“ sagði Natalie. „Það mun enginn sjá eftir ákvörðuninni að hafa ekki byrjað að drekka, en það eru hundrað prósent prósenta sem hefur drukkið áfengi sem myndi óskað þess að það hefði aldrei byrjað að drekka,“ sagði Eva. Áfengi og tóbak Heilsa Tengdar fréttir Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. 21. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Eftir allt jóla- og áramótasukkið velta eflaust einhverjir því fyrr sér hvort að líf án áfengis væri góð hugmynd. Áfengi er stór hluti af menningu okkar Íslendinga en þó ekki allra. Við ræddum við þrjá sem tóku ákvörðun um að drekka aldrei vín eða að hætta að drekka á miðjum aldri. „Ég ákvað að hætta að drekka þegar ég fékk mjög mikið af stórum og erfiðum verkefnum í fangið og það var mín upplifun að ég gæti ekki tekist á við þau nema vera án áfengis og með hausinn fullkomlega í lagi og skýran,“ sagði Natalie G. Gunnarsdóttir, nemi og stuðningsfulltrúi. Betri svefn og minni kvíði Hún segir ótal kosti við áfengislausan lífsstíl. Þar á meðal betri líðan. Hefur þetta áhrif á stress, kvíða og svefn? „Já ég myndi segja allt. Sérstaklega með kvíðann. Ég finn rosalega mikinn mun á kvíða og stressi og svefni, bara með því að fjarlægða áfengi úr mínu lífi þá breyttust hlutirnir án þess að það væri endilega ætlunin það bara gerðist. Það var óvænt ánægja.“ Natalie G. Gunnarsdóttirstöð2 Eva Ruza hefur aldrei smakkað sopa af áfengi. „Ég veit ekki einu sinni hvernig froðan á bjór á er á bragðið. Ég finn lykt af rauðvíni og hvítvíni og mig langar ekki einu sinni að setja tunguna í þetta,“ sagði Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur. Traustið frá mömmu og pabba hafði vægi Hún segir að þegar hún hafi verið unglingur hafi hún ekki þorað að smakka áfengi en þegar tíminn leið og löngunin kom ekki tók hún ákvörðun um að drekka aldrei. „Mamma og pabbi treystu mér fyrir bílnum. Leyfðu mér að fá bílinn og svo byrjaði maður að fara í bæinn og mér fannst svo geggjað að þegar ég var orðin þreytt þá fór ég heim og vaknaði svo hress daginn eftir. Ég held að þetta traust frá mömmu og pabba, að gefa mér lyklana að bílnum og treysta mér hafi ýtt undir að ég vildi standa mig fyrir þeim. Sýna þeim að þau geti treyst mér.“ Engar stelpur, enginn bjór og ekkert tóbak Garpur hefur eins og Eva aldrei smakkað sopa af áfengi og ástæðan er helst heldur óvenjulegur samningur sem hann gerði við bróður sinn þegar þeir voru ellefu ára. „Við ætluðum aldrei að drekka, aldrei að reykja og aldrei vera með stelpum og þetta var mjög heilagur díll sem við gerðum,“ sagði Garpur Ingason Elísabetarson, kvikmyndagerðarmaður Raunar svo heilagur að þegar bróðirinn eignaðist kærustu þá þorði hann ekki að segja Garpi frá því. „Svo byrja allir að drekka í grunnskóla og menntaskóla og ég fékk ekki áhuga á því. Ég veit ekki hvort það hefði breyst ef að við hefðum ekki verið tveir í þessu en það var aldrei þannig að það togaði og þó það hafi verið hópþrýstingur þá hafði það engin áhrif.“ Garpur Ingason Elísabetarson.stöð2 Full stjórn, betri húð og heilbrigði kostir Öll segja þau kostina við áfengislausan lífsstíl ótal marga. „Mér finnst best við það að vera án áfengis að hafa fulla stjórn á hlutunum og hafa stjórn á lífinu í kringum mig af því að ég upplifi stjórnleysi þegar ég er að drekka,“ sagði Natalie. „Ég veit ekki einu sinni hver kosturinn er við að drekka. Maður getur talað um peninga sem maður sparar en þeir fara í aðra vitleysu hjá mér en ég held að það sé hollt að sleppa því að drekka,“ sagði Garpur. „Það skýrist rosa margt. Ekki það að ég hafi beint tekið eftir því en það er eins og að hlutirnir verði skýrari. Eins og að maður fari úr túpusjónvarpi í háskerpu,“ sagði Natalie. „Ég vissi alltaf hvað ég var að gera. Ég hef alltaf verið dugleg að hreyfa mig og hugsa vel um hvað ég borða og hugsa um mig og eftir því sem maður eldist þá fer þetta hryllilega vel með húðina að drekka ekki áfengi. Kostirnir verða fleiri og fleiri eftir því sem maður eldist. Það verður allt auðveldara,“ sagði Eva. Eva Ruza.Stöð2 Hún segir að margir fyllist forvitni þegar hún greinir frá því að hún drekki ekki. „Mér finnst ótrúlega fyndið að fólk gerir sjálfkrafa ráð fyrir því að ég sé búin að fara í meðferð. Að það sé ástæðan fyrir því að ég drekki ekki og af því að ég hef átt við vandamál að stríða og hafi ekki höndlað drykkjuna. En ekki að það hafi verið mín ákvörðun þegar ég var yngri að drekka ekki,“ sagði Eva. Þá hvetja þau þá sem langar til þess að lifa án áfengis til þess að prufa það. „Ég held að það kæmi mörgum skemmtilega á óvart hvað hlutirnir verða öðruvísi án þess að geta sett puttann á það hvað það er,“ sagði Natalie. „Það mun enginn sjá eftir ákvörðuninni að hafa ekki byrjað að drekka, en það eru hundrað prósent prósenta sem hefur drukkið áfengi sem myndi óskað þess að það hefði aldrei byrjað að drekka,“ sagði Eva.
Áfengi og tóbak Heilsa Tengdar fréttir Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. 21. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Íslendingar æstir í óáfengan bjór: Eru allir hættir að fá sér? Mikill uppgangur hefur verið í óáfengum bjór á Íslandi. Bruggmeistari segir að heilsusjónarmið og gott vöruúrval valdi því á fólk drekki óáfengan bjór í auknum mæli. 21. nóvember 2021 07:01