LeBron dró vagninn í fjórða sigri Lakers í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 09:30 LeBron James var í banastuði í fjórða sigri Lakers í röð í nótt. Meg Oliphant/Getty Images NBA-deildin í körfubolta bauð upp á níu leiki í nótt. LeBron James var atkvæðamestur Los Angeles Lakers-manna er liðið vann 134-118 sigur á Atlanta Hawks og hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn í Lakers með sex stigum, áður en gestirnir náðu að minnka í þrjú fyrir hálfleik. Lakers tók svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og náði 14 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Liðið jók svo forskot sitt lítillega fyrir leikslok og vann að lokum góðan 16 stiga sigur, 134-118. Eins og áður segir var LeBron James atkvæðamestur í liði Lakers, en hann skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum og verja eins og þrjú skot andstæðinganna. Í liði Atlanta var það Trae Young sem var líflegastur með 25 stig, níu fráköst og 14 stoðsendingar. 👑 LeBron James GOES OFF for a ridiculous stat line as the @Lakers get their 4th straight win!Malik Monk: 29 PTS, 7 3PMRussell Westbrook: 9 PTS, 11 REB, 13 ASTLeBron James: 32 PTS, 8 REB, 9 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/yZRDCvo4h5— NBA (@NBA) January 8, 2022 Þá vann Mailwaukee Bucks 12 stiga sigur er liðið heimsótti Brooklyn Nets, 121-109. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stærri var hann í raun aldrei í hættu. Liðið tók forystuna strax í sinni fyrstu sókn og lét hana aldrei af hendi eftir það. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 31 stig, en hann tók einnig sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í liði Brooklyn var Kevin Durant atkvæðamestur með 29 stig, nú fráköst og sjö stoðsendingar. Giannis was back like he never left as he led the @Bucks to a win on the road in Brooklyn!Giannis Antetokounmpo: 31 PTS, 7 REB, 9 ASTKhris Middleton: 20 PTS, 6 REB, 5 AST, 5 3PMBobby Portis: 25 PTS, 12 REB pic.twitter.com/AZITEJJmcM— NBA (@NBA) January 8, 2022 Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi framan af og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn í Lakers með sex stigum, áður en gestirnir náðu að minnka í þrjú fyrir hálfleik. Lakers tók svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og náði 14 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Liðið jók svo forskot sitt lítillega fyrir leikslok og vann að lokum góðan 16 stiga sigur, 134-118. Eins og áður segir var LeBron James atkvæðamestur í liði Lakers, en hann skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum og verja eins og þrjú skot andstæðinganna. Í liði Atlanta var það Trae Young sem var líflegastur með 25 stig, níu fráköst og 14 stoðsendingar. 👑 LeBron James GOES OFF for a ridiculous stat line as the @Lakers get their 4th straight win!Malik Monk: 29 PTS, 7 3PMRussell Westbrook: 9 PTS, 11 REB, 13 ASTLeBron James: 32 PTS, 8 REB, 9 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/yZRDCvo4h5— NBA (@NBA) January 8, 2022 Þá vann Mailwaukee Bucks 12 stiga sigur er liðið heimsótti Brooklyn Nets, 121-109. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stærri var hann í raun aldrei í hættu. Liðið tók forystuna strax í sinni fyrstu sókn og lét hana aldrei af hendi eftir það. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 31 stig, en hann tók einnig sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í liði Brooklyn var Kevin Durant atkvæðamestur með 29 stig, nú fráköst og sjö stoðsendingar. Giannis was back like he never left as he led the @Bucks to a win on the road in Brooklyn!Giannis Antetokounmpo: 31 PTS, 7 REB, 9 ASTKhris Middleton: 20 PTS, 6 REB, 5 AST, 5 3PMBobby Portis: 25 PTS, 12 REB pic.twitter.com/AZITEJJmcM— NBA (@NBA) January 8, 2022 Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum