Gerð þáttanna í heild verður stýrt af þeim Geneva Robertson-Dworet og Graham Wagner, samkvæmt frétt Deadline. Þau eru hvað þekktust fyrir Captain Marvel annars vegar og Silicon Valley hins vegar.
Þættirnir verða framleiddir í samvinnu við Bethesda, sem á réttinn að leikjunum og hefur framleitt síðustu leiki seríunnar. Amazon Studios tilkynntu árið 2020 að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu samið við Bethesda um réttinn til að gera þætti úr söguheiminum.
Broadcast received: https://t.co/vMAayQTCbx
— Amazon Studios (@AmazonStudios) July 2, 2020
Fallout-leikirnir gerast í heimi sem breytti um stefnu frá okkar heimi í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Þar er tækni- og menningarþróun frábrugðin okkar að því leiti að miklar framfarir náðust í beislun kjarnorku og er hún notuð til að knýja miknn fjölda tækja og tóla eins og bíla og jafnvel ristavéla.
Hins vegar varð ekki mikið um framfarir varðandi tölvur og menningu svipaði til sjötta áratugar síðustu aldar.
Stórt stríð braust út í heiminum árið 2077 sem gerði út af við flest alla íbúa jarðarinnar. Margir höfðu þó komið sér fyrir í sérstökum byrgjum þar sem þau lifðu mörg hver stríðið af.
Leikirnir vinsælu gerast á árunum 2102 til 2287 en ekki liggur fyrir hvert hvenær þættirnir eiga að gerast né hvar.