Löður sendir frá sér nýtt lag og myndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:33 Dúettinn Löður var að senda frá sér nýtt lag. Löður/Jónatan Grétarsson Hljómsveitin Löður frumflutti á Bylgjunni í gær lagið Himinn og haf. Myndbandið við lagið er nú komið út. Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu. Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Himinn og haf er annað lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér en fyrsta lagið þeirra var Þér fylgja englar. Löður er dúett skipaður Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. Lag, texti og útsetning er eftir Einar Örn Jónsson. „Í þessu lagi er Einar svolítið að leika sér með þennan frasa - að það sé himinn og haf á milli fólks. Alveg eins og með fjarlægðina milli himinsins og hafsins, þá er það dálítið afstætt og undir manni sjálfum komið hvernig við upplifum samband okkar við annað fólk. Eins og með hálffulla og hálftóma glasið,“ segir María í samtali við Lífið. Með hljómsveitinni leika einnig Gunnar Leó Pálsson , Friðrik Sturluson og Kristinn Sturluson. Strengjakvartettinn í laginu skipa Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir , Herdís Anna Jónsdóttir og Júlía Mogensen . Bakraddir syngja Baldur Einarsson og Einar Örn Jónsson. Myndbandið gerði Margrét Einarsdóttir ásamt Jónatan Grétarssyni og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Löður - Himinn og haf „Löður er afar lýsandi fyrir þessa hljómsveit. Spikk og span, tandurhrein popptónlist og svo er ekki hægt að segja ballöður án þess að segja Löður,“ útskýrir María um nafn hljómsveitarinnar. „Framundan er að halda ballöðutónleika við fyrsta tækifæri. Við fylgjumst vel með öllum minnisblöðum og verðum tilbúin með tuttugu ballöður og tíu manna hljómsveit um leið og færi gefst. Einnig getum við komið fram á hvers kyns viðburðum í öllum mögulegum útgáfum, allt frá dúett og upp úr. Við höldum svo áfram að gefa út okkar eigin tónlist.“ María og trommarinn Gunnar Leó eiga von á barni saman og tilkynntu það fyrr í vikunni á samfélagsmiðlum eins og fram kom hér á Vísi. María og Einar Örn ræddu nýja lagið við Ívar Guðmunds á Bylgjunni í gær og má heyra viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. „Þetta er hjónabandsráðgjöf í skammdeginu,“sagði Einar um lagið í viðtalinu.
Tónlist Tengdar fréttir Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eiga von á sínu fyrsta barni Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni. 1. janúar 2022 09:35