Fjöldi vefmyndavéla hefur verið settur upp á seinustu árum sem gera landsmönnum kleift að fylgjast með birtingarmynd vetrarlægðarinnar víða um land, án þess að yfirgefa skjólgóða mannabústaði. Vísir tekur hér saman nokkur streymi sem áhugavert gæti verið að fylgjast með næstu klukkustundirnar.
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur sett vefmyndavél út í glugga á skrifstofum sínum í Borgartúni í Reykjavík. Myndavélin sýnir vel strandlengjuna með fram Sæbraut.
Hér má sjá myndavél sem er staðsett hjá innsiglingunni við Hafnarfjarðarós á Hornafirði.