Allt á floti í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 10:13 Það er allt á floti í Grindavík. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. „Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“ Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Þetta byrjaði nú bara í morgun á flóðinu og er bara búið að ágerast. Ég er inni í frystihúsinu á Miðgarði og það eru mest 40 cm á gólfinu. Það er farið að flæða inn í byggingar á hafnarsvæðinu,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Arnar Halldórsson tökumaður og Snorri Másson fréttamaður ræddu við bæjarstjóra, slökkviliðsstjóra og framkvæmdastjóra útgerðarinnar í Grindavík í dag. Við vorum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi en viðtölin má sjá að neðan. Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Klippa: Aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Klippa: Beint af eldgosafundi á flóðasvæði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Klippa: Dæla átta þúsund lítrum á mínútu úr Grindavík Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari okkar, náði þessu myndbandi innan úr frystihúsinu þar sem allt var á floti. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Bogi segir lítið hafa verið um útköll vegna veðursins í nótt, nokkur hafi borist vegna þaka og fánastanga sem væru að fjúka. Engin trampólín hafi fokið í veðrinu, sem sé talsverð tilbreyting. Sjórinn er um hálfs meters djúpur við frystihús Vísis í Grindavík.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin er þó áfram í viðbragðsstöðu og eru allir meðlimir sveitarinnar niðri á hafnarsvæði til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum. „Við erum að rölta um hafnarsvæðið í flóðgöllum,“ segir Bogi en engin útköll hafa borist vegna flóðsins. „Við erum bara að fylgjast með og hjálpa. Við erum að vinna með restinni af batteríinu: bænum, löggunni og slökkviliðinu.“ Björgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Vilhelm Mikill öldugangur í Grindavík Engin úrkoma er í Grindavík að sögn Boga og er því einungis um að ræða sjó sem nú gengur á land. „Já, mér skilst að það sé 8-12 metra alda og svo er stórflóð, það er um 60 cm hærra en venjulega. Það er við bryggjukanntinn og svo gengur það bara yfir,“ segir Bogi en björgunarsveitin hefur alla vikuna verið að undirbúa flóðið. „Við byrjuðum snemma í vikunni að undirbúa þetta og lokuðum svæðinu í morgun.“
Grindavík Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26
Aðgerðastjórn virkjuð og um 70 útköllum sinnt vegna foktjóns Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla. 6. janúar 2022 06:31