Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 20:30 Kamila Walijewska stendur að baki verkefninu. sigurjón ólason Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“ Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“
Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira