Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 20:30 Kamila Walijewska stendur að baki verkefninu. sigurjón ólason Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“ Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Flestir þekkja heimilistækið í fréttinni undir nafninu ísskápur en þessi tiltekni ísskápur heitir frískápur og það er ástæða fyrir því. Jú, það er vegna þess að inni í ísskápnum er iðulega frír matur. Ísskápurinn er hlut af alþjóðlegri hreyfingu þar sem markmiðið er að draga út matarsóun og byggja upp sterkara samfélag í kringum það að deila umframmat í gegnum frískápa. Vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato settu upp ísskáp í þessum tilgangi við Bergþórugötu 20 og hafa viðtökurnar verið framar vonum. „Hver sem er getur komið. Hver sem er getur komið með mat sem hann ætlar kannski ekki að nota. Maturinn er heima og það er hægt að koma með hann hingað og ef fólk sér eitthvað gott getur það tekið það heim, þetta eru svona skipti,“ sagði Kamila Walijewska sem stendur að baki verkefninu. Frískápar eru algengir erlendis en þessi hér er fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Kamila segir að það standi til að koma fleiri frískápum fyrir á landinu. „Það eru áætlanir um að gera þetta á Selfossi og Akureyri, við erum í sambandi við nokkrar manneskjur en bíðum bara eftir stað.“ Ísskápurinn umtalaði.Facebook Kamila segir erfitt að áætla magnið af mat sem fer í gegnum frískápinn en hann er fylltur og tæmdur daglega. 2.500 meðlimir eru í hópnum Frískápur Reykjavík en þar lætur fólk vita þegar það hefur fyllt á skápinn. Hún segir að matarsóun sé gríðarlegt vandamál hér á landi. „Ég heimsótti vinkonu mína á Akureyri fyrir um þrem árum. Í þessari ferð sagði hún mér hve miklum mat væri hent og ég fór næstum að gráta. Ég fékk tár í augun og fannst ég verða að gera eitthvað í þessu. Nú er ísskápurinn kominn og þetta fer vaxandi og við getum gert miklu meira saman.“
Umhverfismál Matur Reykjavík Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira