Einnig er þeim tilmælum beint til byggingarverktaka að ganga vel frá á byggingar- og framkvæmdasvæðum sem þeir bera ábyrgð á.
Landhelgisgæslan hefur varað við því að nú sé stórstreymt og sú óvenju djúpa lægð sem nálgist landið valdi mjög hvössum suðlægum vindi og mikilli ölduhæð. Gera megi ráð fyrir miklum áhlaðanda og hárrar sjávarstöðu.
Því hvetur Landhelgisgæslan til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gegnið á land. Það á sérstaklega við sunnan- og vestanlands.
Gular veðurviðvaranir eru í gildi og eru ferðalangar beðnir um að kynna sér þær, ásamt færð á vegum, áður en lagt er af stað.
Varðandi færð á landinu segir Vegagerðin að vetrarfærð sé um mest allt land og er útlit fyrir að ástandið versni á sunnanverðu landinu þegar líður á daginn.
Yfirlit: Vetrarfærð er um mestallt land. Færðarkort Vegagerðarinnar má sjá hér: #færðin https://t.co/On4TGJQx5K
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 5, 2022