James skoraði 14 af 31 stigi sínu á síðustu átta mínútum leiksins en áður en að því kom var Sacramento sjö stigum yfir, 96-89.
31 PTS, 5 REB, 5 AST @KingJames leads the @Lakers to their third-straight W and records 25+ PTS for the ninth game in a row! pic.twitter.com/9sCm3oyo9c
— NBA (@NBA) January 5, 2022
James hitti á þessum kafla úr tveimur þriggja stiga skotum og fjórum sniðskotum auk þess að hjálpa til við að búa til færi fyrir Malik Monk sem setti líka niður tvo mikilvæga þrista.
Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl
— NBA (@NBA) January 5, 2022
Monk endaði með 24 stig og Dwight Howard skilaði 14 stigum og 14 fráköstum á tölfræðiblaðið, á 21 mínútu.
Þetta var þriðji sigur Lakers í röð og liðið er nú með fleiri sigra en töp, eða 20 gegn 19, í 7. sæti vesturdeildarinnar. Sacramento er í 10. sæti með 16 sigra og 23 töp.
- Úrslitin í nótt:
- Cleveland 106-110 Memphis
- Toronto 129-104 San Antonio
- New York 104-94 Indiana
- New Orleans 110-123 Phoenix
- LA Lakers 122-114 Sacramento

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.