Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllurnar voru tvær í rekstri í Þykkvabæ. Önnur brann 2017 og hin nú um áramótin. Vísir/Arnar Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, segir nauðsynlegt að fella mylluna til að koma í veg fyrir að hún valdi skaða. Vindmyllan var í eigu fyrirtækisins Biokraft sem gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ sumarið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi. Önnur vindmyllan brann í eldsvoða í júlí 2017 og hefur verið ónothæf síðan. Biokraft varð gjaldþrota árið 2019 og eru vindmyllurnar í eigu Háblæs í dag. Beina útsendingu má sjá að neðan en hún er aðgengileg á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Lesa má nýjustu vendingar í vaktinni hér neðst í fréttinni. Um heljarinnar mannvirki er að ræða. Sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna að þyngd. „Spaðarnir á henni snúast og engin leið til að stoppa það. Það er ekki þorandi að fara upp í turninn því þar er allt brunnið. Hún gæti í miklu roki farið að snúast af miklu afli og hugsanlega brotnað. Þess vegna ætlum við að fella mylluna af öryggisástæðum,“ segir Ásgeir. Allt í turni myllunnar sé ónýtt. „Mastrið er í sjálfu sér heilt en við verðum að tryggja að ekki verði frekari skaði eða tjón af. Hún fari að snúast á yfirsnúningi og hugsanlega brotna af henni hlutir sem gæti haft slæmar afleiðingar. Því verður hún felld til að forðast skaða eða tjón.“ Sprengjusveit gæslunnar sér um framkvæmd sprengingarinnar. Varðandi öryggi á svæðinu segir Ásgeir lögreglu standa þá vakt. Ásgeir segir vinnu hafa staðið yfir varðandi endurbyggingu á vindmyllunum eftir að kviknaði í þeirri fyrri. Nú hafi sú síðari brunnið. Þessar tvær hverfi en væntanlega komi aðrar í staðinn. „Já, það er ætlunin. Það voru áform um að endurnýja þessar myllur. Þau eru óbreytt varðandi aðra þeirra. Svo brennur hin á nýársdag. Það eru áform um að endurnýja hana.“ Tíminn verði að leiða í ljós nákvæmlega hvað verði en mikil tækifæri séu á nýtingu vinds á Íslandi til raforkuframleiðslu til að uppfylla þörf markaðarins fyrir rafmagnsnotkun.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Vindorka Tengdar fréttir Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05
Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. 23. október 2017 06:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent