Vísað úr flugi eftir að hafa neitað að bera grímur og reynt að reykja sígarettur Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 22:00 Rússneski hópurinn skilaði sér að lokum heim til Moskvu, 2. janúar, eftir að hafa verið vísað úr flugvél Air Canada á gamlársdag. Getty/Gavriil Grigorov Leikmönnum rússneska ungmennalandsliðsins í íshokkí var vísað úr flugvélinni þegar þeir hugðust halda heim á leið af HM, eftir drykkjulæti. Tékkum var einnig vísað úr vélinni en það var vegna misskilnings. Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum. Íshokkí Rússland Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum.
Íshokkí Rússland Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira