Vísað úr flugi eftir að hafa neitað að bera grímur og reynt að reykja sígarettur Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 22:00 Rússneski hópurinn skilaði sér að lokum heim til Moskvu, 2. janúar, eftir að hafa verið vísað úr flugvél Air Canada á gamlársdag. Getty/Gavriil Grigorov Leikmönnum rússneska ungmennalandsliðsins í íshokkí var vísað úr flugvélinni þegar þeir hugðust halda heim á leið af HM, eftir drykkjulæti. Tékkum var einnig vísað úr vélinni en það var vegna misskilnings. Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum. Íshokkí Rússland Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Heimsmeistaramót ungmenna í íshokkí hófst í Kanada á öðrum degi jóla en var svo blásið af 29. desember. Þá hafði nokkrum leikjum þegar verið frestað vegna kórónuveirusmita í nokkrum liðum, þar á meðal því rússneska, og á endanum var ákveðið að hætta við mótið og senda liðin heim. Alþjóða íshokkísambandið hefur óskað eftir upplýsingum frá „þar til bærum yfirvöldum“ um hvað gekk á þegar landslið Rússlands og Tékklands hugðust fljúga frá Kanada til Frankfurt. Aftonbladet segir að hegðun Rússanna hafi verið svo slæm að starfsfólk Air Canada hafi ekki séð sér annað fært en að vísa þeim úr flugvélinni. Þar með tók við nokkurra klukkutíma bið hjá öðrum farþegum áður en vélin fór á loft, en finna þurfti farangur Rússanna og losa hann úr vélinni. Leikmennirnir munu hafa innbyrt óhóflegt magn áfengis, neitað að bera sóttvarnagrímur og reynt að reykja sígarettur eftir að þeir voru komnir inn í flugvélina. Two hours late so far on Calgary to Frankfurt flight. The Russian Juniors team was in back, trying to smoke cigarettes, not wearing masks, not listening to attendants. Cops swarmed the plane. We all had to get off while they and their luggage were removed.— Dr. Kathleen Scherf (@DrScherf) January 1, 2022 Tékkneska landsliðinu var einnig vísað úr vélinni en síðar kom í ljós að það var í raun aðeins vegna framkomu Rússanna. Air Canada mun því hafa greitt fyrir hótelgistingu Tékka og útvegað þeim nýja flugmiða. Rússar urðu í 4. sæti á HM ungmenna fyrir ári síðan og eru næstsigursælastir í sögu mótsins á eftir Kanadamönnum.
Íshokkí Rússland Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vllaznia | Þurfa að vinna upp tapið ytra Í beinni: Valur - Kauno Zalgiris | Allt jafnt fyrir seinni leikinn KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira