Björn Ingi segir óbólusetta útlendinga „bleika fílinn í stofunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:05 „Björn Ingi á Viljanum“ er orðinn landsfrægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum. Vísir/Vilhelm „Bleiki fíllinn í stofunni“, sem ekki má tala um, er að flestir þeir sem nú veikjast alvarlega af kórónuveirunni hér á landi „eru útlendingar sem vinna hér og hafa íslenska kennitölu en gera annars lítt eða ekkert með sóttvarnaráðstafanir okkar samfélags“. Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í pistli á Viljanum. Björn Ingi, sem er orðinn frægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almannavarna, segir umrædda útlendinga neita að láta bólusetja sig og „leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til“. Björn Ingi segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til „óyndisúrræða“ til að bregðast við þessu; til að mynda útgöngubanns fyrir óbólusetta og uppsagna starfsfólks sem neitar að láta bólusetja sig, „allt vegna þess að slík ákvörðun fárra hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir í pistlinum. Umfjöllunarefni Björns Inga er annars sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögum sóttvarnalæknis um að fresta skólabyrjun. Segir hann um að ræða pólitíska ákvörðun um að „láta veiruna gossa“ og vona það besta í ljósi fregna af mildum veikindum af völdum ómíkron. Björn Ingi leiðir líkur að því að ráðherra og aðrir í ríkisstjórninni séu farnir að hlusta á aðra en sóttvarnalækni og nefnir þar til sögunnar Björn Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og nýráðinn ráðgjafa heilbrigðisráðherra. „Það er eins gott að þetta veðmál gangi eftir, því annars er hætt við að ráðherrann og ríkisstjórnin öll sitji uppi með Svarta Pétur. Við höfum farið einna best þjóða út út faraldrinum hingað til og vitum hvers vegna. Það sýnir pólitískt þor að bregða út af þeirri leið núna í þeirri von að veiran gossi bara út um allt og þar með náist hjarðónæmi hratt. Kannski mun það ganga eftir. Vonandi verður það ekki á endanum fífldirfskan ein,“ segir Björn Ingi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Þetta segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, í pistli á Viljanum. Björn Ingi, sem er orðinn frægur fyrir framgöngu sína á upplýsingafundum almannavarna, segir umrædda útlendinga neita að láta bólusetja sig og „leggja því meira á heilbrigðiskerfið okkar og eigin heilsu en ástæða væri til“. Björn Ingi segir að erlendis hafi sums staðar verið gripið til „óyndisúrræða“ til að bregðast við þessu; til að mynda útgöngubanns fyrir óbólusetta og uppsagna starfsfólks sem neitar að láta bólusetja sig, „allt vegna þess að slík ákvörðun fárra hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif fyrir samfélagið allt,“ segir í pistlinum. Umfjöllunarefni Björns Inga er annars sú ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögum sóttvarnalæknis um að fresta skólabyrjun. Segir hann um að ræða pólitíska ákvörðun um að „láta veiruna gossa“ og vona það besta í ljósi fregna af mildum veikindum af völdum ómíkron. Björn Ingi leiðir líkur að því að ráðherra og aðrir í ríkisstjórninni séu farnir að hlusta á aðra en sóttvarnalækni og nefnir þar til sögunnar Björn Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og nýráðinn ráðgjafa heilbrigðisráðherra. „Það er eins gott að þetta veðmál gangi eftir, því annars er hætt við að ráðherrann og ríkisstjórnin öll sitji uppi með Svarta Pétur. Við höfum farið einna best þjóða út út faraldrinum hingað til og vitum hvers vegna. Það sýnir pólitískt þor að bregða út af þeirri leið núna í þeirri von að veiran gossi bara út um allt og þar með náist hjarðónæmi hratt. Kannski mun það ganga eftir. Vonandi verður það ekki á endanum fífldirfskan ein,“ segir Björn Ingi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stjórnendur Karolinska heimila Birni að ráðleggja Willum Björn Zoëga hefur fengið heimild hjá yfirstjórnendum Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð til að sinna ráðgjafastörfum fyrir heilbrigðisráðherra Íslands í hjáverkum. 3. janúar 2022 13:27