Verulegur hluti sjálfstæðismanna efast um réttmæti aðgerða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. janúar 2022 21:01 Þau Ásmundur Friðriksson og Diljá Mist Einarsdóttir eru sammála um margt en ekki gildandi samkomutakmarkanir. vísir/vilhelm Sjaldan ef nokkurn tíma hefur ríkt eins mikil óeining á þingi um réttmæti harðra samkomutakmarkana. Flestir þingmenn sem eru á móti þeim tilheyra flokki Sjálfstæðismanna og Viðreisnarmenn hallast í sömu átt. Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Frá því að samkomubann var sett á fyrir tveimur árum í fyrsta skipti í lýðveldissögunni hefur almennt ríkt nokkuð góð samstaða um sóttvarnaaðgerðir á Alþingi. Helst hefur gagnrýni komið frá tveimur fyrrverandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en á síðustu mánuðum fóru ráðherrar flokksins einnig að taka í sama streng. Eftir athugun fréttastofu á viðhorfi þingmanna flokksins kom í ljós að 12 af 17 þingmönnum hans eru heldur hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þrír í flokknum styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til, þeir Ásmundur Friðriksson, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Vísbendingar um að ómíkron-afbrigði veirunnar valdi vægari veikindum en önnur afbrigði er helsta ástæðan fyrir þessum skoðunum. „Á grundvelli þess þá hljótum við að endurskoða þær aðferðir sem við beitum hér til að berjast við veiruna,“ segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana, sem bitni mest á ungu fólki. Þingmennirnir ellefu efst á þessari mynd eru hlynntir því að ráðast í vægari aðgerðir. Þingmennirnir þrír í neðra vinstra horninu styðja hins vegar mjög þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir leggur til. Tveir ráðherrar flokksins, Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, hafa síðan talað óljóst um sínar skoðanir á málum. Flokkur sem veitir stjórnvöldum aðhald Hann segir mikilvægt að halda uppi gagnrýnum spurningum á allar aðgerðir sem skerði frelsi fólks. „Við erum hins vegar flokkur sem að veitir stjórnvöldum aðhald. Þingmenn flokksins veita stjórnvöldum aðhald og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið í því að veita samverkafólki sínu í ríkisstjórn aðhald með því að spyrja spurninga,“ segir Óli Björn. Flokkurinn er auðvitað sá stærsti í ríkisstjórn. Hefur hann hleypt of mikilli skerðingu á frelsi í gegn á sinni vakt? „Nei, ég er ekki að segja það. Það á hins vegar ekki að koma neinum á óvart að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu talsmenn þess að gengið sé hægt um þær dyr að hefta athafnafrelsi einstaklinga,“ segir Óli Björn. En göngum við enn þá hægt um þær dyr? „Nei, ég meina menn geta auðvitað velt því fyrir sér.“ Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fulla trú á að heilbrigðisyfirvöld endurskoði viðhorf sitt til samkomutakmarkana.Vísir/Vilhelm
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira